Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar

29. feb 2024

Orkuveitan

„Við ætlum að vera aflvaki sem gengur einfaldlega út á að við horfum á árangur annarra. Vegna þess að við viljum vera góður samstarfsaðili sem stuðlar að framgangi samfélaga. Okkar árangur er mældur í árangri annarra. Hvort sem það eru sveitarfélög, fyrirtæki, einstaklingar eða starfsfólk - allt sem við gerum er með hag viðskiptavina okkar að leiðarljósi, segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar.“

Síðustu vikur og mánuði hefur farið fram mikil vinna við nýja stefnu Orkuveitunnar. Í upphafi var þetta unnið í gegnum vaxtarsprotaprógramm Orkuveitunnar með aðkoma starfsfólks þvert á fyrirtækið. KPMG leiddi þá vinnu og síðar komu að framkvæmdastjórar í fyrirtækinu, stjórnir móðurfélags og dótturfélaga ásamt eigendum fyrirtækisins.

Niðurstaða þeirrar vinnu er eftirfarandi: Við erum aflvaki sjálfbærrar framtíðar. Hér er hægt að kynna sér frekar nýja stefnu Orkuveitunnar á íslensku og ensku.

Endurmörkun vörumerkis

„Í takt við nýjar stefnuáherslur til sjálfbærrar framtíðar fær Orkuveitan nýja ásýnd. Endurmörkun á vörumerkinu er byggð á nýju stefnunni og er ætlað að endurspegla hana. Framtíðarhugsun, enn frekari áhersla á nýsköpun, sjálfbærni og samstarf. Allt eru þetta hlutir sem eru okkar ofarlega í huga en það eru líka viðskiptavinir okkar, segir Sævar Freyr enn fremur.“

Til þess að endurspegla betur áherslur nýrrar stefnu var ákveðið að fara í endurmörkun á vörumerkinu. Sú endurmörkun er byggð á stefnunni og var það fyrirtækið Brú Strategy sem vann það með okkur. Hönnuður er Anton Illugason.

  • Almennt um endurmörkunina. Orkuveitan er hundrað ára frumkvöðull. Saga Orkuveitunnar er samtvinnuð sögu framfara og framsýni í íslensku samfélagi og innblástur endurmörkunarinnar var sóttur bæði í ríka arfleið og framtíðarsýn. Nýju merki Orkuveitunnar er ætlað að vera táknmynd nýrra tíma sem byggja á sterkum grunni og er aflvaki framfara, nýsköpunar og samstarfs. Græni liturinn setur margvíslega orku og sjálfbærni í forgrunn og staðsetur rótgróið fyrirtæki í fremstu röð frumkvöðlafyrirtækja með nútímalegum hætti.
  • Nýtt merki. Innblástur nýs merkis er sóttur í hreyfingu og samstarf Orkuveitunnar við viðskiptavini sína og samstarfsaðila. Merkið byggir á sterkri arfleið Orkuveitunnar en lögun merkisins vísar í eldri útgáfur merkja samsteypunnar. Orkuveitan er grunnkraftur og aflvaki sem sér um að veita orku  til metnaðarfullra viðskiptavina og samfélagsins alls. Nýtt merki er táknmynd þessarar sífelldu hreyfingar.
  • Nýtt heiti. Lögformlegt heiti fyrirtækisins verður áfram Orkuveita Reykjavíkur en í öllu efni sem fer frá okkur og í daglegu tali notum við heitið Orkuveitan. Eignarhaldið á fyrirtækinu er með þeim hætti að Akranes og Borgarbyggð eru í eigendahópi ásamt Reykjavík og því þótti eðlilegt að skoða það. Orkuveitan er enn fremur að þjónusta og í viðskiptum við fleiri sveitarfélög en Reykjavík. Enska heiti félagsins verður áfram Reykjavík Energy.