Öryggiskröfur

Í rekstri okkar er gert ráð fyrir að öllum kröfum, lögum og reglum sé fylgt og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina.

Stefna Orkuveitunnar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum

Starfsfólk við rafmagnslínu

Í öllum verkum sem unnin eru á vegum Orkuveitunnar er stuðst við öryggishandbók sem unnin var af vinnuhópi á vegum Samorku.

Öryggishandbók Orkuveitunnar

Öryggiskröfur til verktaka eru settar fram í sér kafla í útboðsgögnum þegar um stærri verk er að ræða. Kröfur fyrir aðra verktaka eru settar fram í neðangreindu skjali.

Öryggiskröfur fyrir verktaka vegna vinnu við ýmis minni verk tengd fasteignum Orkuveitunnar