OR fer með lögbundin veituverkefni og önnur verkefni í sveitarfélögum eigenda og annarra sveitarfélaga.
Kjarnastarfsemi OR varðar almannahagsmuni og felst í rekstri vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu, fráveitu, og gagnaveitu, sölu og vinnslu á rafmagni og heitu og köldu vatni. OR getur nýtt þekkingu fyrirtækisins til þátttöku í öðrum veiturekstri, s.s. rekstri gagnaveitu, enda þjóni hann markmiðum eigenda og þátttakan hljóti samþykki þeirra.
OR er orku- og veitufyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum í þeim sveitarfélögum sem hún þjónar.
Auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi.
Heildarstefna OR byggir á tilteknum grunnstoðum sem eru leiðarljós um mótun á stefnu og áherslum í allri samstæðunni:
Stjórn OR mun leggja áherslu á tiltekin lykilverkefni sem tengjast grunnstoðum heildarstefnu fyrirtækisins:
Gera heildstæða úttekt á stöðu auðlinda og forða sem OR hefur yfir að ráða og ræða áætlanir til lengri og skemmri tíma um réttindi og nýtingu.
Fylgja eftir nauðsynlegum aðgerðum í dreifiveitu hitaveitu til þess að tryggja næga getu til dreifingar bæði lághita- og virkjanavatns.
Huga að núverandi uppsetningu OR samstæðunnar með það fyrir augum að skipulag hennar verði bæði hagkvæmt og endurspegli aðstæður.
Hafa á hverjum tíma góða yfirsýn yfir stöðu mála varðandi mannauð og menningu og tryggja að markmið í jafnréttis- og öryggismálum starfsmanna séu jafnan í heiðri höfð.
Gildi: Framsýni | Hagsýni | Heiðarleiki
Heildarstefna OR byggist á eigendastefnu og er sett fram til samræmis við hana.
[Samþykkt af stjórn 27.01.2020]