Framtíðarsýn OR er að auka lífsgæði með samfélagsábyrgð að leiðarljósi.
Heildarstefna OR byggir á tilteknum grunnstoðum sem eru leiðarljós um mótun á stefnu og áherslum í allri samstæðunni:
NÝTA NÁTTÚRUGÆÐI Á SJÁLFBÆRAN OG ÁBYRGAN HÁTT.
VERA TIL FYRIRMYNDAR Í UMHVERFISMÁLUM OG VINNA AÐ STÖÐUGUM UMBÓTUM.
BERA VIRÐINGU FYRIR ÞÖRFUM VIÐSKIPTAVINA OG VEITA GÓÐA OG ÖRUGGA ÞJÓNUSTU.
BÚA YFIR FJÁRHAGSLEGUM STYRK OG HAGKVÆMNI SEM TRYGGIR ÞJÓNUSTU Í TAKT VIÐ ÞARFIR SAMFÉLAGSINS.
VERA EFTIRSÓKNARVERÐUR VINNUSTAÐUR ÞAR SEM FAGÞEKKING OG ÞJÓNUSTUVILJI FER SAMAN.
Stjórn OR mun leggja áherslu á tiltekin lykilverkefni sem tengjast grunnstoðum heildarstefnu fyrirtækisins:
ÁBYRG OG SJÁLFBÆR NÝTING NÁTTÚRUGÆÐA
Gera heildstæða úttekt á stöðu auðlinda og forða sem OR hefur yfir að ráða og ræða áætlanir til lengri og skemmri tíma um réttindi og nýtingu.
TIL FYRIRMYNDAR Í UMHVERFISMÁLUM
GÓÐ OG ÖRUGG ÞJÓNUSTA
Fylgja eftir nauðsynlegum aðgerðum í dreifiveitu hitaveitu til þess að tryggja næga getu til dreifingar bæði lághita- og virkjanavatns.
FJÁRHAGSLEGUR STYRKUR OG HAGKVÆMNI
Huga að núverandi uppsetningu OR samstæðunnar með það fyrir augum að skipulag hennar verði bæði hagkvæmt og endurspegli aðstæður.
EFTIRSÓKNARVERÐUR VINNUSTAÐUR
Hafa á hverjum tíma góða yfirsýn yfir stöðu mála varðandi mannauð og menningu og tryggja að markmið í jafnréttis- og öryggismálum starfsmanna séu jafnan í heiðri höfð.
[Samþykkt af stjórn 23.01.2023]