Siðareglur OR samstæðunnar

[Siðareglur yfirfarnar og samþykktar á stjórnarfundi 23.03.2020]

Eitt af gildum OR Samstæðunnar er heiðarleiki. Heiðarleiki snýr að því hvernig við komum fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig við störfum og hvernig við tryggjum gegnsæi í rekstri. Siðareglur okkar byggja á gildinu heiðarleika. Siðareglurnar leiðbeina okkur þegar siðferðileg álitamál koma upp í starfi. Þær hjálpa okkur að láta heiðarleika, virðingu og jafnrétti einkenna öll okkar samskipti hvort sem er við viðskiptavini, samstarfsfólk, stjórn, verktaka eða aðra hagsmunaaðila. Þær eru ekki tæmandi og leysa okkur ekki undan undan þeirri ábyrgð að reiða okkur á eigin samvisku þegar siðferðileg álitamál ber upp.

Við erum heiðarleg:

Upplýsingagjöf og trúnaður

Hagsmunaárekstrar

Við sýnum virðingu:

Við virðum jafnrétti og önnur mannréttindi

    • Við stuðlum að jafnrétti á vinnustað og erum málefnaleg og sanngjörn í öllum okkar samskiptum.
    • Við mismunum ekki á ólögmætum eða ómálefnalegum forsendum, svo sem vegna kynferðis, kynþáttar, uppruna, trúar‐ eða stjórnmálaskoðana.
    • Við erum umburðarlynd, tökum tillit til ólíkra sjónarmiða og leyfum hæfileikum hvers og eins að njóta sín.
    • Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi.