Öll innkaupaferli Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélaga eru rafræn í gegnum útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur. Inni á vefnum er að finna lista yfir öll virk útboð hjá Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfélögum.
Innleiðing á rafrænu útboðskerfi er liður í því að uppfylla lög og reglugerðir um rafræn samskipti og upplýsingagjöf í innkaupaferlum vegna opinbera innkaupa.
Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í innkaupaferlum eru hvött til að skrá sig á útboðsvefinn.
Leiðbeiningar vegna nýskráningar á útboðsvef Orkuveitur Reykjavíkur.pdf
Við mælum með að bjóðendur kynni sér vefinn og undirbúi afhendingu fyrirspurna og skil á tilboðum með góðum fyrirvara. Starfsfólk Innkaupa OR leitast við að aðstoða bjóðendur við notkun á útboðsvefnum enda berist ósk þar um með hæfilegum fyrirvara, eigi síðar en einum virkum degi fyrir viðkomandi tímafrest.