Lykiláherslur í mannauðsmálum

Heimurinn er að breytast á meiri hraða en áður þegar kemur að starfsumhverfi fólks. Spennandi verkefni skapa virði fyrir samfélagið og nútímalegt starfsumhverfi er forsenda þess að vera eftirsóknarverður vinnustaður. Ánægt starfsfólk sem fær tækifæri til að vaxa nær meiri árangri og skilar meira virði til viðskiptavina og samfélagsins. Verkefni okkar og ákvarðanir hafa áhrif á komandi kynslóðir. Frumkvæði og framsýni er nauðsynleg til að skapa virði fyrir samfélagið.

Við tryggjum að starfsfólk njóti jafnréttis. Mannauðsstefnan byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitunnar og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Mannauðsstefna Orkuveitunnar

Við vinnum saman í fjölbreyttum teymum

Við viljum vinna með fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem býr yfir eða hefur vilja til að byggja upp þá hæfni sem hentar verkefnum hverju sinni. Við tökum forystu í að vinna að verkefnum sem skila eftirtektarverðum árangri fyrir samfélagið. Hjá okkur er jákvæður starfsandi sem einkennist af heiðarleika, sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum, og virðingu í samskiptum.

Sveigjanlegt starfsumhverfi

Hjá okkur er öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi þar sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg og kynbundin áreitni er ekki liðin. Starfsfólk nýtur jafnréttis. Við tryggjum góðan aðbúnað og sveigjanleika þar sem starfsfólk getur valið það starfsumhverfi sem hæfir verkefnum hverju sinni. Við nýtum okkur tækni í starfsumhverfi fólks til að leysa verkefni á þann hátt að rými skapist fyrir nýsköpun og frjóa hugsun. Við sköpum starfsfólki aðstæður til að samræma kröfur vinnu og annarra þátta lífsins.

Við vöxum saman

Saman erum við lipur og lærdómsfús, leggjum áherslu á nýsköpun og erum óhrædd við að prófa nýja hluti til að ná hámarks árangri.

Hjá okkur eflir fólk hæfni og þekkingu sína og saman vöxum við með virkri endurgjöf, fjölbreyttum verkefnum og tækifærum til að takast á við aukna ábyrgð.

Við erum leiðtogar

Við sýnum frumkvæði, ábyrgð og forystu í verkefnum okkar. Forvitni og nýsköpun er drifkraftur í að skapa eftirtektarverðar lausnir og virði fyrir viðskiptavini og samfélagið. Framsýnir stjórnendur leiða og byggja upp umhverfi og menningu fyrir leiðtoga þar sem sálrænt öryggi er til staðar.