Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum.

[Stefna lögð fram á stjórnarfundi 24.04.2023. Með breytingum ]

Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum. OR leggur mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisstefna OR miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar.

Fyrirtækið vinnur markvisst að því:

  • Að starfskjör fyrir jafnverðmæt störf fyrir séu óháð kyni.
  • Að jafna hlutfall kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja, hópa, sviða, deilda.
  • Að auka fjölbreytni innan fyrirtækja og hópa til að mynda varðandi kynferði, aldur, kynhneigð, trúarbrögð, skoðanir, þjóðerni, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti.
  • Að gera starfsfólki kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð.
  • Að efla jafnréttismenningu starfsfólks OR samstæðunnar.
  • Að efla fræðslu og vitund starfsfólks um málefni og áskoranir minnihlutahópa.
  • Að vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreitni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.
  • Að tryggja fjölbreytni innan hópa á öllum stigum ábyrgðar- og ákvarðanatöku innan fyrirtækisins og tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanir.
  • Að tryggja gott aðgengi og vinnuaðstöðu á grundvelli líkamlegs og andlegs atgervis.

OR uppfyllir kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um jafnréttismál.

Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu og starfskjarastefnu samstæðu OR.

HM jafnrétti.png
Heimsmarkmið nr. 5: Jafnrétti