[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 26.10.2020]
Meginmarkmið áhættustefnu er að tryggja að Orkuveita Reykjavíkur geti sinnt grunnhlutverki sínu á sem hagstæðastan máta með lágmarksáhættu. Þetta gerir OR með því að:
draga úr sveiflum í afkomu samstæðunnar á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættu í rekstrinum og að áhættuþættir séu ávallt innan skilgreindra marka sem stjórnin setur og er skráð í áhættuhandbók. Mynd að neðan tilgreinir helstu áhættuþætti í samstæðu OR.
tryggja að OR hafi nægt fé til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og reglulegri starfsemi
stuðla skal að því að OR hafi aðgang að fjölbreyttri fjármögnun frá mörgum fjármálastofnunum og treysta ekki um of á eina tegund fjármögnunar umfram aðra
Stjórn felur áhætturáði að framfylgja áhættustefnu í rekstri OR og innan marka sem sett eru í áhættuhandbók. Breytingar á mörkum krefjast samþykktar stjórnar OR.
Áhættustefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.