Gildi

Gildi Orkuveitunnar eru þrjú og þau eiga að einkenna alla vinnu innan fyrirtækisins.

  • Frumkvæði - endurspeglar nýja stefnu Orkuveitunnar og snýr að því frumkvæði sem við þurfum að sýna þegar kemur að t.d. orkuöflun og könnun á nýjum orkuskostum.
  • Framsýni - snýr einkum að hlutverki Orkuveitunnar, þar sem veiturekstur er í eðli sínu viðfangsefni til afar langs tíma og þarfir íbúanna fyrir þjónustu veitufyrirtækja úreldast ekki.
  • Hagsýni - er boðorð hagkvæms reksturs frá degi til dags þannig að viðskiptavinir fái skilgreinda þjónustu á sanngjörnu verði.
  • Heiðarleiki - snýr að því hvernig starfsfólk kemur fram við viðskiptavini og hvert við annað, hvernig það starfar og tryggir gegnsæi í rekstrinum.