Arðsemisstefna

[Stefna lögð fram á stjórnarfundi 31.10.2022]

Arðsemisstefna Orkuveitunnar felur í sér að starfsþættir dótturfélaga skili viðunandi arðsemi. Þetta felur í sér að skilgreind eru arðsemismarkmið og vikmörk á ásættanlegri arðsemi starfsþátta að teknu tilliti til undirliggjandi áhættu. Arðsemismarkmiðin og vikmörk tilgreindra starfsþátta gefa þannig til kynna hvort arðsemi sé of lág, viðunandi eða í tilfelli sérleyfisstarfsemi of há. Sé arðsemi utan viðmiðunarmarka skal grípa til mótverkandi aðgerða sbr. að neðan:

  • Óviðundandi arðsemi: ef arðsemi er undir neðri mörkum þarf mögulega að hækka gjaldskrá og hagræða í rekstri. Ekki er heimilt að greiða út arð við þessar aðstæður.
  • Viðunandi arðsemi: ef arðsemi er innan skilgreindra marka skal rekstri hagað þannig, m.t.t. rekstrarútgjalda og gjaldskrá, að arðsemi fari ekki út fyrir viðmiðunarmörk. Mögulegt rými er til staðar fyrir arðgreiðslur til eigenda að uppfylltum arðgreiðsluskilyrðum, sjá nánar arðgreiðslustefnu.
  • Arðsemi umfram kröfu: ef arðsemi er yfir efri mörk skal kanna hvort ástæður séu til gjaldskrárlækkana í sérleyfisstarfsemi og/eða arðgreiðslna að uppfylltum arðgreiðsluskilyrðum, sjá nánar arðgreiðslustefnu. Samkeppnisstarfsemi er undanskilin þessum mörkum.

Arðsemisstefna OR

Stjórn samþykkir nánari útfærslu arðsemismarkmiða og viðmiðunarmarka fyrir hvern miðil/fyrirtæki.

Arðsemisstefna Orkuveitunnar er ákvörðuð til samræmis við eigendastefnu Orkuveitunnar.