Orkumálaráðherra Japans í Hellisheiðarvirkjun

3. maí 2023

Orkuveitan

Hún var ánægjuleg heimsóknin sem við fengum í Hellisheiðarvirkjun Orku náttúrunnar um helgina þegar sendinefnd undir forystu Yasutoshi Nishimura, Orkumálaráðherra Japans, kom í heimsókn.

Nýr forstjóri Orkuveitunnar Sævar Freyr Þráinsson tók á móti hópnum og bauð hann velkominn. Þá héldu þær Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix og Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON fluttu erindi og kynntu ráðherrann og fylgdarlið fyrir starfsemi okkar fyrirtækja.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í heimsókninni.