Vertu hluti af lausninni

4. maí 2022

Orkuveitan

Ársfundur OR fór fram í Gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal 28. apríl s.l. undir yfirskriftinni „Hluti af lausninni“. Fundurinn var sendur út í beinu streymi en upptöku af honum er hægt að horfa á hér að neðan.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti ávarp sem og Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður OR.
Þá stýrði fréttakonan Elín Hirst stórskemmtilegum pallborðsumræðum þar sem fjallað var um loftslagsmál, orkuskiptin, starfsem OR og hvernig við sjá um framtíðina ásamt auðvitað mörgu öðru.
Í umræðunum voru Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastrýa Carbfix, Bjarni Bjarnason forstjóri OR, Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Halldór Þorgeirsson formaður loftslagsráðs.

Upptöku af fundinum má sjá hér.

Hægt er að sjá myndir af því sem var að gerast bak við tjöldin í myndaalbúminu hér að neðan en myndirnar tók Jóhanna Rakel.