Sjálfbær þróun – frábær þróun

25. mar 2022

Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Bjarni Bjarnason forstjóri OR.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Bjarni Bjarnason forstjóri OR.

„Ef við nýtum þær breytingar sem loftslagsváin knýr okkur í til að breyta fleiru til betri háttar, þá verður glíman við loftalagsmálin miklu skemmti­legri,“ segir Bjarni Bjarnason forstjóri OR í viðtali við Fréttablaðið í dag. Í sérstöku fylgiblaði um samfélagsábyrgð fyrirtækja er rætt við Bjarna og Eddu Sif Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbfix.

Í viðtalinu nefnir Bjarni fleiri lykilatriði sjálfbærs reksturs á borð við það hvernig Orka náttúrunnar Veitur styðja við hringrásarhagkerfið. Þá er minnt þar á þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem OR hefur lýst sérstökum stuðningi við og bent á nýútkomna Ársskýrslu OR þar sem gerð er grein fyrir sjálfbærniþáttum rekstursins með kerfisbundnum hætti.

Edda Sif rekur í viðtalinu merkilega þróunarsögu Carbfix sem á hálfum öðrum áratug hefur þróast úr óljósri hugmynd vísindafólks yfir í metnaðarfullt sprotafyrirtæki sem miklar vonir eru bundnar við í baráttunni við loftslagsvána.

Smelltu hér til sjá umfjöllun Fréttablaðsins.