OR leitar að stórhuga forstýru eða forstjóra

11. nóv 2022

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur er 100 ára gamalt frumkvöðlafyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum á Íslandi. Leitað er eftir þaulreyndri, úrræðagóðri og framsýnni manneskju til að leiða kraftmikinn hóp fagfólks svo fyrirtæki samstæðunnar dafni sem best.

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð vega þungt í allri starfsemi samstæðunnar.

Orkuveita Reykjavíkur samanstendur af fimm fyrirtækjum; Orkuveitu Reykjavíkur, Veitum, Orku náttúrunnar, Ljósleiðaranum og Carbfix. Forstýra eða forstjóri ber ábyrgð á Orkuveitusamstæðunni í heild sinni.

Heildareignir OR nema 420 milljörðum króna, velta er um 60 milljarðar og eigið fé er 220 milljarðar. Viðskiptavinir samstæðunnar eru um tveir þriðju landsmanna.

Forstýra - Forstjóri:

  • Innleiðir stefnu samstæðunnar
  • Skipuleggur starfsemi OR og tryggir að hún sé í samræmi við tilgang
  • Ber ábyrgð á jafnvægi milli samfélagslegra-, fjárhagslegra- og umhverfislegra sjónarmiða í rekstri
  • Veitir starfsfólki umboð til athafna og virkjar þannig frumkvæði þess
  • Tryggir þekkingu sem styður við nauðsynlega nýsköpun í rekstri og þjónustu
  • Kemur fram fyrir hönd fyrirtækisins og viðheldur góðum samskiptum við hagaðila
  • Tryggir stöðugar framfarir í umhverfis, öryggis- og heilsumálum
  • Stuðlar að jafnrétti og fjölbreytileika mannauðs

Hæfni:

  • Farsæl reynsla í flóknu rekstrarumhverfi
  • Reynsla úr yfirstjórn í stóru fyrirtæki
  • Reynsla af stefnumótun og innleiðingu á stefnu
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfileikar auk færni í að móta og innleiða framtíðarsýn
  • Reynsla af nýsköpun og þróun
  • Þekking á sviði fjármála og fjármögnunar fyrirtækja, reynsla af flókinni samningagerð og stýringu áhættu
  • Háskólamenntun á framhaldsstigi

Umsóknarfrestur er til og með 27. nóvember 2022. Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veita:

Hilmar G. Hjaltason; hilmar@vinnvinn.is og Auður Bjarnadóttir; audur@vinnvinn.is

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra mannauðs og menningar OR; ellenyr@or.is

Hægt er að sækja um hér.