Þrjátíu fengu styrki úr Vísindasjóði OR

24. nóv 2023

Orkuveitan
Ánægðir styrkþegar á úthlutunarathöfn ásamt stjórn VORs og meðlimum fagráðs sjóðsins.
© Jóhanna Rakel

Úthlutað var úr Vísindasjóði OR, VOR, í gær þegar þrjátíu verkefni hlutu styrk. Hundrað milljónum og fimmhundruð þúsundum var úthlutað við hátíðlega athöfn sem fram fór í Elliðaárstöð og sagði Gylfi Magnússon formaður stjórnar OR við það tækifæri að í langri sögu Orkuveitunnar væru mörg dæmi um framfarir sem hefðu orðið vegna nýrrar þekkingar. „Þekkingar sem ýmist hefur verið aflað innan fyrirtækisins eða starfsfólk þess tileinkað sér nýja tækni eða lausnir sem aðrir hafa þróað. Í ljósi þessa er bæði ljúft og skylt að styðja við þær metnaðarfullu rannsóknir sem úthlutað er til í dag.“

Hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur er að tryggja og auka lífsgæði til framtíðar. Í gegnum fjögur dótturfyrirtæki eru auðlindir nýttar á sjálfbæran og hagkvæman hátt, Orka náttúrunnar framleiðir rafmagn, Veitur veita aðgengi að heitu og köldu vatni auk fráveitu. Ljósleiðarinn veitir aðgengi að netinu og Carbfix spornar við loftslagsbreytingum með því að breyta koldíoxíði í stein.

Allt er þetta gert með samfélagsábyrgð og Heimsmarkmið SÞ að leiðarljósi þar sem sérstök áhersla er lögð á 5 Heimsmarkmið en þau eru: Sjálfbær orka, Jafnrétti kynjanna, Hreint vatn og hreinsætisaðstaða, Ábyrg neysla og framleiðsla og Aðgerðir í loftslagsmálum.

Metnaðarfullt rannsóknarstarf í OR

Innan Orkuveitu Reykjavíkur fer fram gríðarlega öflugt rannsóknarstarf sem gerir okkur kleift að nýta auðlindirnar betur. Nauðsynlegt er að halda þessu starfi áfram og því mikilvægt að styðja við metnaðarfullar rannsóknir. „Þær rannsóknir sem úthlutað er til í dag lofa góðu og raunar er ég þess fullviss að margar þeirra muni skila hagnýtum niðurstöðum sem vel munu nýtast samfélaginu sem OR þjónar og víðar. Einhverjar þeirra munu draga fram leiðir til að bæta starfsemi OR og aðrar nýtast á annan hátt,“ sagði Gylfi stjórnarformaður í opnunarávarpi styrkveitingaathafnarinnar í gær.

Um VOR

Stjórn VOR skipa auk Gylfa stjórnarformanns þau Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR og fyrrum rektor Háskóla Íslands, Kristín Ingólfsdóttir.

Tilgangur og markmið sjóðsins er þríþætt:

  • Að styðja við framtíðarsýn OR sem er að auka lífsgæði með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
  • Að stuðla og styrkja rannsóknir á starfssviði OR með sérstakri áherslu á þau heimsmarkmið sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu OR.
  • Að styrkja rannsóknir meistara- og doktorsnema sem tengjast starfssviði og áherslum OR.

Meðhöndlun umsókna sem berast sjóðnum er í höndum fagráðs sem samanstendur af fimm sérfræðingum auk formanns. Formaðurinn er Hera Grímsdóttir framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR en aðrir fagráðsmeðlimir eru Nótt Thorberg frá Grænvangi, Arndís Ósk Arnalds frá Vegagerðinni, Halldór Björnsson frá Veðurstofu Íslands, Hlynur Stefánsson frá Háskólanum í Reykjavík og Sóley Tómasdóttir frá Just Consulting.

Úthlutað var úr sjóðnum í annað skiptið og að þessu sinni barst 61 umsókn um styrki með samanlögðum óskum upp á tæpar 350 miljónir króna. Ákveðið var að 30 verkefni hljóti styrk í ár og nemur úthlutunin 100 milljónum króna.

Eftirfarandi verkefni hlutu styrki í ár:

  • Lífsferilsgreining á vatnsaflsvirkjun 5-9,9 MW, Lúna Grétudóttir, Háskóli Íslands
  • Earthquake fault rupture hazard assessment for Reykjavik's critical heating and fresh water pipeline infrastructure, Gregory P. De Pascale, Háskóli Íslands
  • Ný hönnun þéttefnis rafhlöðu, Grein Research ehf
  • Orkuskiptalíkan, Viktoría Rós Gísladóttir, Háskólinn í Reykjavík
  • Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs barnafjölskyldna á Íslandi. Byrði umönnunarbilsins frá 12 mánaða til 12 ára, Varða – Rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins
  • Sjálfbær viðskiptalíkön, hringrásarhagkerfi og kvik kerfislíkön, Lára Jóhannsdóttir, Háskóli Íslands
  • Impact of changing rain, snow, and frost patterns on the performance of sustainable urban drainage systems, Tarek Zaqout, Háskóli Íslands
  • Snjó og skafrenningslíkan fyrir Heiðmörk, Veðurvaktin ehf
  • Bolmagn sveitarfélaga í skipulagsmálum og gæði íbúðarhverfa á nýrri öld, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, Háskóli Íslands
  • Virðisaukning skólps frá brugghúsum, Ásta Ósk Hlöðversdóttir
  • Reverse the effect of CO2 on climate change and turn it into green energy, Naveed Ashraf, Háskóli Íslands
  • Rational material discovery for efficient CO2 capture technology, Diego Bitzenhofer Betolaza, Háskóli Íslands
  • An Icelandic assessment of energy sufficiency for intergenerational sustainability, Anna Kristín Einarsdóttir, Háskóli Íslands
  • Áhrif íslenskra eldgosa á úrkomumynstur í Norður Atlantshafi, Hera Guðlaugsdóttir, Háskóli Íslands
  • Advanced biofuels from waste streams, Jóhann Örlygsson, Háskólinn á Akureyri
  • High resolution machine learning weather forecast model for Iceland, Belgingur ehf
  • Að auka sveiflur í stöðugri framleiðslu - Samspil vindorku við aðra endurnýjanlega orkugjafa á Íslandi, Magnea Magnúsdóttir, Háskólinn í Reykjavík
  • Detection of changes in geothermal fluxes, surface thermal anomalies and mineral alteration via remote sensing following periods of volcanic unrest at Reykjanes Peninsula, SW-Iceland and Nyiragongo region, Eastern Congo DR, Patrick Kant Muanza, Háskóli Íslands
  • Understanding the dynamics of cold groundwater flows in Icelandic lowtemperature geothermal systems, Samuel Warren Scott, Háskóli Íslands
  • Rannsókn og skráning á afgangs- og hliðarafurðum rekstraraðila og úrræðum sem þeim bjóðast á úrgangs markaði, On to Something ehf
  • Investigating the climate and energy utilization benefits of the Hringvarmi solution for Iceland, Justine Vanhalst
  • RePhoto: Mobilising Historical Glacier Photographs to Improve Climate Literacy and Promote Climate Action, Jöklarannsóknafélag Íslands
  • VOGARAFL, Þorvarður Árnason, Háskóli Íslands – Rannsóknasetur á Hornafirði
  • Marine Heat Waves and Cold spells and their effect in the consumption and production of hot water in Iceland, Angel Ruiz-Angulo, Háskóli Íslands
  • Samsett Varnarfóðring fyrir Háhita- og Djúpborunarholur, Gerosion ehf
  • In search for optimal locations for wind energy development: Perceptions of residents and tourism service providers, Edita Tverijonaite, Háskóli Íslands
  • Endurnýttar rafbílarafhlöður sem blendingskerfi samhliða díselrafstöðvum sem nýttar eru til rafmagnsframleiðslu, Alor ehf
  • Hringrásarhagkerfið á Íslandi - markmið þess, stærð og styrkleiki, Guðmundur Steingrímsson, Háskóli Íslands
  • Waste Mapping of Hellisheiði Geothermal Power Plant, Iceland, Taylor Alexandra Martin, Háskólinn í Reykjavík
  • Temperature Characteristics and Lagrangian Dispersion in Mixed Convective Turbulence, Bahadir Turkyilmaz, Háskólinn í Reykjavík