ON og Carbfix á COP26

3. nóv 2021

Orkuveitan
COP26 fer fram í Glasgow og stendur til 12.nóvember.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, hófst í Glasgow á sunnudag og stendur til 12. nóvember. Fulltrúar frá Orku náttúrunnar og Carbfix verða á svæðinu og munu beita sér fyrir því að halda upplýstri umræðu um vandann sem þjóðir standa frammi fyrir sem og að mynda tengsl og taka þátt í viðuburðum. Edda Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix mun t.a.m taka þátt í umræðum á vegum Nordic Pavillion, Sustainable innovation forum og vera í beinni útsendingu Bloomberg frá ráðstefnunni.

Ljóst er að auka þarf græna raforkuframleiðslu til að mæta markmiðum Íslands um að verða óháð jarðefnaeldsneyti á lofti, láði og legi fyrir árið 2050.

„Við erum stolt af því að vera þar í fararbroddi og vonum auðvitað að á ráðstefnunni takist að endurreisa traust á sameiginlegar alþjóðlegar aðgerðir í loftslagsmálum. Ráðstefnan snýst um að byggja upp samstöðu og aukinn metnað, sem og trú á ferlið sem framundan er,“ segir Berglind Rán Ólafsdóttir framkvæmdastýra ON.

Stór skref í báráttunni gegn Hafarahlýnun
Orku nátt­úr­unnar leggur sitt af mörkum þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og er fyrirmynd margra annarra orkufyrirtækja.

„Hleðslu­netið okkar fyrir raf­bíla er sístækk­andi en við horfum líka til vetn­is. Vetn­is­bílar eru búnir efn­ara­fölum sem breyta vetn­inu í raf­magn og svo raf­mót­or­um, sem eru í örri þró­un. Vetnið virð­ist kjörið fyrir stærri far­ar­tæki á láði og legi og jafn­vel flug­vél­ar. Til að búa til vetni þarf vatn og raf­magn. Hvorttveggja er til staðar í nokkrum mæli í Hell­is­heið­ar­virkjun og þar höfum við hafið vetn­is­vinnslu,“ segir Berglind.

Ákveðin tímamót urðu í baráttunni gegn hlýnun jarðar þegar svissneska nýsköpunarfyrirtækið Climeworks sem sérhæfir sig í að fanga koldíoxíð úr andrúmslofti og Carbfix sem sér um förgunina gerðu með sér samning. Orca lofthreinsistöð Climeworks er nú í fullum gangi á Hellisheiði.

Jarðhitagarður ON
Starfsemi Climeworks á Íslandi fer fram í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar þar sem margt hugvitsfólk og frumkvöðlar sjá tækifæri í þeim straumum sem verða til við nýtingu háhitans. Þar sam­ein­ast jarð­hita­tengd nýsköp­un, betri nýt­ing auð­lind­ar­innar og verð­mæta­sköp­un. Sem dæmi má nefna að við þekkjum kísil aðal­lega sem vand­ræði í jarð­hita­nýt­ingu. Hann fellur út úr gufu eða vatni og útfell­ing­arnar hindra rennsli um lagn­ir. GeoS­il­ica er frum­kvöðla­fyr­ir­tæki sem sá tæki­færi þar sem við sáum vesen og selur heilsu­vör­ur af ýmsu tagi úr kísli fengnum úr Hell­is­heið­ar­virkj­un.

„Það er mikilvægt að deila þekkingu og segja frá lausnum því það er eina leiðin til þess að ná markmiðum okkar. Það er engin ein lausn við vandanum heldur eru þær margar og við þurfum á þeim öllum að halda. Það er því einlæg von mín að niðurstaðan eftir COP26 verði jákvæð og ríki heims verði nær hvert öðru þegar kemur að loftslagsvandanum. Það er samt mikilvægt að hafa í huga að afdrifaríkustu ákvarðanirnar í loftslagsmálum eru teknar heima fyrir.“