Rýnt í stjórnhætti hjá OR

20. des 2018

Orkuveitan

Nú er komin út í Tímariti um viðskipti og efnahagsmál vísindagrein um stjórnhætti hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Aðalhöfundur er dr. Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, og meðhöfundar eru Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri OR, og dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson, ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun.

Í rannsókninni er fjallað um innra samhengi milli sameignarsamnings OR, eigendastefnu og heildarstefnu fyrirtækisins og rýnt í hvernig unnið er að framkvæmd eigendastefnunnar í samstæðunni.

Helstu niðurstöður eru þær að með sérstöku verklagi við rýni, mótun og eftirfylgni er stuðlað að því að stjórn samstæðunnar hafi nauðsynlega yfirsýn til að sinna stefnutengdu hlutverki sínu í því flókna stjórnskipulagi sem varð til við uppskiptingu fyrirtækisins. Einnig kemur fram að sérstakar aðstæður OR eftir hrunið höfðu áhrif á þróun skipulags og stjórnarhátta.

Smelltu hér til að lesa grein þremenninganna.