OR fyrirmyndardæmi um árangursríka stefnumiðaða stjórnun

15. apr 2020

Orkuveitan

Bandaríska viðskiptablaðið Forbes gerði nýverið ítarlega úttekt, eða „case study“ á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur, þar sem ítarlega var farið í skipulagsbreytingar og stefnumiðaða stjórnun innan fyrirtækisins.

Úttektin er í hluta sem kallast Forbes Insights og beinir sjónum að athyglisverðum rannsóknum og framþróun í viðskiptaheiminum. „Þar er meðal annars farið yfir eigendastefnuna sem eigendur settu okkur árið 2012, fyrst orkufyrirtækja, og hvernig henni hefur verið framfylgt á árangursríkan hátt,“ segir Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri hjá OR. „Það er auðvitað gaman að sjá þegar tekið er eftir góðu starfi og við erum vitaskuld hæstánægð með það að eitt virtasta viðskiptatímarit heims hafi valið okkur sem skólabókadæmi um árangursríka stefnumiðaða stjórnun.“

Umfjöllum Forbes Insights var unnin í samstarfi við Brightline, stofnun í verkefnastjórnun, en þar var kastljósinu beint að þeim grundvallarstefnum (principles) sem OR fylgdi til að tryggja að allar starfseiningar og dótturfyrirtæki væru samstíga í framfylgd eigendastefnu og náði þannig að byggja upp menningu trausts, gagnsæis og samvinnu, eins og segir í umfjöllun Forbes.

Forbes Insights - Úttekt á starfsemi OR