Carbfix tekur þátt í Glacier Friday átaki

26. nóv 2020

Orkuveitan
Photography and Film Benjamin Hardman

„Jöklar gera Ísland að einstökum stað. Gerum okkar besta til að halda þeim.“

Í ár stendur 66°Norður í annað sinn fyrir átakinu föstudagur fyrir jöklana eða „Glacier Friday“. Í stað þess að veita afslætti rennur 25% af sölu í vefverslun fyrirtækisins næstu helgi til umhverfismála og mun fyrirtækið einnig leggja áherslu á að segja sögur í máli og myndum til að vekja athygli á umhverfismálum, alvarleika stöðunnar en líka þá frumkvöðlastarfsemi og tækniþróun sem unnið er að til að bregðast við umhverfisbreytingum. Ein af umfjöllunum fjallar um Carbfix.

carbfix-stone.jpg
Photography and Film Benjamin Hardman

Hvers vegna fatafyrirtæki?

Markmið 66°Norður passa vel við okkur hér hjá Carbfix og okkur er sönn ánægja að aðstoða þau við að beina athyglinni að mikilvægum umhverfismálum. Þá erum við einnig þakklát fyrir tækifærið til að kynna Carbfix tæknina, að breyta koltvísýringi í stein, fyrir nýjum markhópi.Aðferðin er varanleg og umhverfisvæn lausn sem getur orðið mikilvægur hlekkur í að sporna við hlýnun jarðar sem ógnar tilvist okkar allra.

66°Norður hefur lagt sterka áherslu á sjálfbærni í öllu sínu starfi og markmið þeirra er að búa til fatnað sem endist en er ekki einnota. Þá er fyrirtækið kolefnishlutlaust, þökk sé blöndu af grænni orkunotkun, rafmagnsbílaflota og ábyrgum vinnuferlum í allri birgðakeðjunni.

Þótt 66°Norður og Carbfix starfi ekki í sama geira þá deila þau sömu hugsjón og nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að standa saman í baráttunni gegn hamfarahlýnun jarðar.

Hægt er að lesa meira um umhverfisstefnu 66° Norður hér:

https://www.66north.com/is/hringras

Carbfix - myndband

carbfix-66-north.jpg
Photography and Film Benjamin Hardman