Ráðherra orkumála í Skotlandi í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun

15. jún 2023

Orkuveitan
F.v. Eggert Benedikt Guðmundsson, Sævar Freyr Þráinsson, Árni Hrannar Haraldsson, Neil Gray, Ólafur Teitur Guðnason og Gary Gillespie.
© Jóhanna Rakel

Skoski ráðherrann, Neil Gray, sem fer með málefni velferðar-, vinnu- og orkumála (e. Cabinet Secretary for Wellbeing Economy, Fair Work and Energy) í heimalandi sínu heimsótti Hellisheiðarvirkjun þann 14. júní ásamt þeim Gary Gillespie og Erin Hall úr ráðuneyti hans og Eggerti Benedikt Guðmundssyni, leiðtoga sjálfbærrar þróunar í forsætisráðuneyti Íslands.

Heimsóknin hófst á því að Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur tók vel á móti gestunum og því næst kynntu þeir Árni Hrannar Haraldsson framkvæmdastjóri Orku Náttúrunnar og Ólafur Teitur Guðnason samskiptastjóri Carbfix starfsemi sinna fyrirtækja. Ráðherranum fannst mikið til starfseminnar koma og sá hópurinn ýmis tækifæri sem mögulega geta nýst þeim heima í Skotlandi. Heimsókninni lauk svo við niðurdælingarholu HN14.

Meðfylgjandi myndir tók Jóhanna Rakel á meðan heimsókninni stóð.