Söfnun og vinnsla gagna

Við leggjum mikla áherslu á persónuvernd og friðhelgi einkalífsins. Allar niðurstöður eða gögn úr verkefninu sem birt verða opinberlega verða ópersónugreinanleg.

Á meðan verkefninu stendur mun gögnum um rafbílahleðslu og orkunotkun frá heimilum þátttakenda verða safnað. Gögnin eru notuð til þess að greina áhrif álagsstýringaraðferðanna auk þess að fá mikilvæga innsýn inn í orkunotkun heimila í dag. Með því að hafa rafbílahleðsluna og orkunotkun heimilisins mælda í sitthvoru lagi fást nákvæmar upplýsingar um samspil þessara tveggja þátta á aflnotkun heimila.

Einnig verða þátttakendur spurðir út í hvers konar rafbíl þeir eiga og hvernig þeir nota hann mest. Aðrar spurningar um orkunotkun á heimilinu eru einnig lagðar fram sem auðvelda greiningarnar sem fyrr voru nefndar.

Þátttakendur fá aðgang að lokuðu vefsvæði á meðan rannsókninni stendur þar sem þeir munu geta nálgast upplýsingar um virka álagsstýringu og verðskrá hverju sinni. Þar munu þeir einnig geta nálgast upplýsingar um sína hleðslu og orkunotkun heimilisins. Þær upplýsingar verða engum öðrum aðgengilegar nema þátttakendunum sjálfum með öruggri auðkenningu. 

Nánari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga í verkefninu má finna hér.