Heiðmörk

Orkuveitan er eigandi Elliðavatnslandsins sem nær yfir stóran hluta Heiðmerkur. Á jörðinni eru Gvendarbrunnar og önnur vatnstökusvæði Veitna, dótturfélags Orkuveitunnar, gríðarlega mikilvæg auðlind sem sér um 60% landsmanna fyrir fersku vatni.

Heiðmörk

Heiðmörk er vinsælt útivistarsvæði í útjaðri Reykjavíkur þar sem er að finna fjölbreytt landslag og skógrækt sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur haft veg og vanda af síðan á miðri síðustu öld, í samstarfi við Orkuveituna og Reykjavíkurborg. Víða má finna skjólgóðar lautir og vöxtulega lundi sem gestir og gangandi geta notið.

Fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einkum á svæðinu kringum Elliðavatn og Myllulækjartjörn. Í Heiðmörk er gott berjaland og uppskera sveppa hefur margfaldast með tilkomu skógarins. Um Heiðmörk hafa verið lagðir göngustígar sem eru einnig skíðagöngu- og hjólabrautir á veturna.

Sjá nánar um Heiðmörk á vef Skógræktarfélags Reykjavíkur

Elliðaárdalur