Losun og úrgangur

Umfangsmikilli starfsemi fyrirtækja Orkuveitunnar fylgir losun af ýmsu tagi. Annars staðar hér á vefnum er sérstök grein gerð fyrir losun gróðuhúsalofttegunda en sá úrgangur sem ekki hefur enn tekist að koma að neinu marki í hringrás er þessi:

Flokkun úrgangs Orkuveitunnar 2015-2022

Sérstök áhersla er á það að koma til að mynda fráveituúrgangi og orku- og efnisstraumum sem sóttir eru vegna virkjanarekstursins en nýtast honum ekki í skipulega nýtingu annarra. Þá er markvisst dregið úr notkun varasamra efna í starfseminni.

Í fráveitusjánni á vef Veitna er hægt að fylgjast með því hvort verið sé að dæla óhreinsuðu skólpi út í sjó.
Smelltu hér til að skoða fráveitusjána.

Miklum hluta brennisteinsvetnis, sem kemur upp með gufunni sem nýtt er í virkjunum ON á Hengilssvæðinu er fargað með sömu Carbfix-aðferð og koldíoxíði í gufunni. Hér geturðu séð áhrif þess sem enn fer út í andrúmsloftið á loftgæði.
Brennisteinsvetni á vef ON.