Grunnur að lífsgæðum - Vísindadagur og ársfundur OR 2019

Vísindadagur og opinn ársfundur OR verða í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 4. apríl


Upptaka frá Vísindadegi og ársfundi OR 2019 / Dagskrá Vísindadags og ársfundar OR 2019
 

Vísindadagur OR - kl. 9:00-14:15

Á Vísindadegi OR gefst almenningi kostur á að kynna sér spennandi framfaraverkefni hjá OR, Veitum, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur. Vetnisframleiðsla, grjótvinnsla úr gróðurhúsalofti, þörungavinnsla, regn í Reykjavík og 5G eru á meðal umfjöllunarefna í 19 stuttum erindum.

Opinn ársfundur OR - kl. 14:30-16:00

Hlutverk OR og dótturfyrirtækjanna er að vera grunnur lífsgæða. Hvernig gengur og hvert skal haldið? Borgarstjóri, stjórnarformaður og stjórnendur fyrirtækjanna fara yfir stöðuna og stóru verkefnin framundan; loftslagsmálin og  orkuskiptin, snjallvæðingu veitukerfanna og framtíðarnýtingu Ljósleiðarans.


Öll eru velkomin í Kaldalón í Hörpu fimmtudaginn 4. apríl kl. 9:00-16:00. Aðgangur er ókeypis og streymt verður frá viðburðunum hér á vefnum.

Athugið að til þess að geta skráð þátttöku þarf að vera búið að samþykkja vafrakökur á vefnum.