Útboð

Útboð

Útboð á vörum, þjónustu og verkum eru framkvæmd í samræmi við innkaupastefnu Orkuveitunnar og ákvarðanir Innkauparáðs. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur.

Virk útboð

Öll innkaupaferli Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélaga eru frá og með 1. janúar 2019 framkvæmd með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur. Inni á framangreindum útboðsvef er að finna lista yfir öll virk útboð hjá Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélögum.

Innleiðing á rafrænu útboðskerfi er liður í því að uppfylla nýjar reglur laga og reglugerða um rafræn samskipti og upplýsingagjöf í innkaupaferlum vegna opinbera innkaupa, sbr. ákvæði 47. gr. reglugerðar um  um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 og 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2018.

Aðilar sem hafa áhuga að taka þátt í innkaupaferlum eru hvattir til að skrá sig á útboðsvefinn. Leiðbeiningar vegna nýskráningar á útboðsvef Orkuveitur Reykjavíkur.pdf. Innkaup og rekstrarþjónusta Orkuveitu Reykjavíkur mælir með að bjóðendur kynni sér útboðsvef OR og undirbúi afhendingu fyrirspurna og skil á tilboðum með góðum fyrirvara. Innkaup og rekstrarþjónusta mun leitast við að aðstoða bjóðendur við notkun á útboðsvef enda berist ósk þar um með hæfilegum fyrirvara eða eigi síðar en einum virkum degi fyrir viðkomandi tímafrest.

Innkaupastefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 25.02.2019]

Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að:

• Beita opnum útboðum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum og að hagstæðasta tilboði sé tekið. Að öðrum kosti skal beita öðrum innkaupaaðferðum í samræmi við gildandi lög og reglur.

• Innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gagnsæjar.

• Gæta jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup.

• Við innkaup og rekstur samninga skuli taka sérstakt tillit til gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða.

Innkaupastefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.