Vatnsvernd

Aðgangur að hreinu neysluvatni er ein verðmætasta auðlind fyrir íbúa og atvinnulíf. Flestir líta á hreint neysluvatn sem sjálfsagðan þátt í daglegu lífi. Þar sem vandamál hafa komið upp gera menn sér hinsvegar grein fyrir því að það er óviðunandi að öryggi drykkjarvatns sé ógnað.

Ábyrg stýring

Okkur eru faldar þær skyldur að fullnægja vatnsþörf fólks og fyrirtækja á veitusvæði okkar. Vatnið er fólki nauðsyn og fjölmörg fyrirtæki, ekki síst í matvælaframleiðslu, byggja starf sitt á aðgangi að hreinu vatni. Það er áríðandi að þau sem marka stefnu og taka ákvarðanir um landnotkun geri sér grein fyrir mikilvægi hreins neysluvatns þannig að koma megi í veg fyrir uppbyggingu sem ógnar vatnsvernd. Verndun neysluvatnsauðlindarinnar og ábyrg stýring hennar á vatnsverndarsvæðum er ein af lykiláherslum Orkuveitunnar þannig að við getum tryggt neysluvatn til langrar framtíðar. Vatnsverndarsvæðin eru eftirsótt til margra annarra umsvifa en vatnstöku og því er almenn vitneskja nauðsynleg til að unnt sé að standa vörð um vatnsbólin.

Viðbrögð við mengunaróhappi

Vatnsveitur á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við hluteigandi heilbrigðiseftirlit og Skógræktarfélag Reykjavíkur, hafa tekið saman reglur að fyrirbyggja óhöpp og/eða draga úr óæskilegum áhrifum af völdum óhappa sem eiga sér stað á vatnsverndarsvæðum Reykjavíkur og nágrennis. Reglurnar gilda um verktaka á vegum vatnsveitnanna sem sinna starfsemi innan vatnsverndarsvæðanna og aðra sem erindi eiga inn á vatnsverndarsvæðin með vélar og/eða farm sem getur spillt grunnvatni. 

PDF iconViðbrögð við mengunaróhappi á vatnsverndarsvæðum

Viltu vita meira?

Á vef Veitna finnur þú upplýsingar vatnsveitu, innihald vatnsins og fleira tengt vatninu