Umhverfismarkmið

Orkuveita Reykjavíkur er á meðal stærstu fyrirtækja landsins og frammistaða OR og dótturfélaga í umhverfismálum skiptir því máli.

Umhverfismarkmið OR:

Vatnsendakrikar

  • Leggja ríka áherslu á vatnsvernd, sýna ábyrga vinnslu úr vatnsauðlindum og vinna heilnæmt neysluvatn til langrar framtíðar
  • Sýna ábyrga umgengni og vinnslu úr lághitaauðlindum
  • Sýna ábyrga umgengni og vinnslu úr háhitaauðlindum, draga úr losun brennisteinsvetnis og losa jarðhitavatn á ábyrgan hátt
  • Sýna ábyrga umgengni og rekstur fráveitu
  • Meðhöndla úrgang á ábyrgan hátt
  • Beita áfram árangursríkum aðferðum við frágang vegna rasks
  • Vera í fararbroddi í vistvænum samgöngum

Starfsemi samstæðu OR er vottuð samkvæmt alþjóðlega ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum.

Umhverfis- og auðlindastefna Orkuveitu Reykjavíkur