Stefna um vistvænar samgöngur

[Stefnan yfirfarin og samþykkt óbreytt á stjórnarfundi OR 20. nóvember 2017]

Stefna um vistvænar samgöngur byggir á gildum og heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR).

Það er stefna OR og dótturfélaga að vera í fararbroddi í vistvænum samgöngum og gefa gott fordæmi auk þess að nýta stöðu sína og þekkingu til framþróunar vistvænna samgangna. Sömuleiðis að nýta innviði og orkustrauma samstæðunnar til að breikka framboð á lausnum og auka hlut vistvænna samgangna á Íslandi.

Þetta gera OR og dótturfélög með því að ganga fram með góðu fordæmi, með þróun og uppbyggingu innviða og með því að að nýta afurðir samstæðunnar til framleiðslu vistvænna orkugjafa.