Veitur annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð. Frárennsli frá Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi auk hluta Garðabæjar er hreinsað í hreinsistöðvum við Ánanaust og Klettagarða eða frá um 60% þjóðarinnar. Þannig njóta öll upptökusvæði fráveitnanna hreinsunar á skólpi.
Hreinar strendur - alltaf, er markmið Veitna. Breyta þarf hönnun fráveitukerfisins svo óhreinsað skólp sé ekki losað í sjó vegna bilana eða viðhalds. Fyrsta dælustöð fráveitu af þeirri nýju kynslóð slíkra stöðva sem gera þetta mögulegt verður byggð á næstu árum.
Myndin sýnir uppbyggingu fráveitukerfis Veitna á höfuðborgarsvæðinu og hvar og hvernig fylgst er með því að fráveitukerfið gegni heilbrigðishlutverki sínu. Þá er unnið að innleiðingu svokallaðra blágrænna ofanvatnslausna. Þær fela í sér einfaldari og ódýrari leiðir við meðferð regnvatns þar sem það fellur og minnka þar með álag á fráveituna.
Meira um fráveiturnar á vef Veitna.