CarbFix

Ein mikilvægasta áskorun aldarinnar er að ráðast í aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eins og koltvísýrings (CO2). Ein leið til að lækka varanlega styrk CO2 í andrúmslofti er myndun stöðugra, kolefnisríkra steinda í basalti. CarbFix verkefnið miðar að því að kanna fýsileika slíkrar steindabindingar djúpt í berglögum í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um CarbFix verkefnið (á ensku)

Meginmarkmið CarbFix verkefnisins eru þrjú:

  • Að auka skilning á því hvað verður um koltvísýring sem dælt er niður í berggrunninn til langs tíma litið.
  • Að þróa tækni til að binda koltvísýring varanlega í jarðlögum.
  • Að gefa út og miðla niðurstöðum rannsókna og tilrauna svo þær geti nýst sem víðast.

CarbFix verkefnið er einstakt að því leyti að það tengist beint rekstri jarðvarmavirkjunar. Koltvísýringur, sem kemur upp með jarðhitavökvanum og færi annars út í andrúmsloftið, er þannig bundinn í bergi í grennd virkjunarinnar og eykur þar með grænt gildi orkuframleiðslunnar. Koltvísýringur er um 0,42% útblásturs virkjunarinnar. Koltvísýringnum er ekki dælt sem lofttegund ofarlega í borholu, sem dælt er niður um. Með því að koltvísýringurinn leysist upp í vatninu – svipað og í sódavatni – er verulega dregið úr hættu á því að hann losni áður en hann binst í formi karbónat steinda í berggrunninum. Koltvísýringurinn binst jafnframt hraðar í berginu sé hann uppleystur í vatni. Þessi binding koltvísýrings í bergi er þekkt í náttúrunni og sést oft sem hvítar doppur eða holufyllingar í gosbergi.

Þátttakendur

CarbFix er samstarfsverkefni Orkuveitu Reykjavíkur, Háskóla Íslands, Earth Institute - Columbia University, CNSR í Frakklandi, NanGeoScience - Kaupmannahafnarháskóla, og AMPHOS 21 Consulting.