Sundlaugarnar

Sundlaugar á Íslandi eru um 170 talsins og dreifast um allt land. Laugarnar eru baðstaðir og heilsulindir, samkomustaðir fólks og uppspretta hollrar hreyfingar, útiveru og ánægjulegra samverustunda allan ársins hring. Langflestar þessara lauga eru hitaðar með jarðhitavatni. Aðrar sundlaugar eru hitaðar með rafmagni eða orku sem verður til við sorpbrennslu. Stöku laugar nýta jarðhitavatn með því að leiða það í gegnum varmaskipti og breyta þannig upp köldu vatni í heitt. 

Frá fyrstu tíð

Íslendingar hafa nýtt heita vatnið til baða allt frá landnámsöld og sennilega er elsta og jafnframt frægasta laugin, Snorralaug í Reykholti í Borgarfirði. Laugin er nefnd eftir Snorra Sturlusyni og kemur við sögu í Sturlungu. Talið er að Snorri hafi verið uppi frá 1178-1241. Fyrsti heiti potturinn sem byggður var eftir fornri hefð var tekin í notkun í Vesturbæjarlaug árið 1962. Í dag eru heitu pottarnir mikilvægur hluti af sundlaugarmenningu Íslendinga.

Heitar staðreyndir:

  • Reykvíkingar fóru árið 2000 að minnsta kosti fimmtán sinnum í sund á ári. Árið 1970 fóru þeir níu sinnum á ári í sund. 
  • Um 90 prósent sundlauga á Íslandi eru hitaðar með jarðvarma.  
  • Meðalstór sundlaug notar svipað magn af heitu vatni á hverju ári og 80-100 einbýlishús. 
  • Hver íbúi notar að meðaltali tæplega eitt tonn af heitu vatni og 220 lítra af köldu vatni á sólarhring. 
 
Laugardalslaug