Heiðmörk

Heiðmörk er hluti vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins en þar eru Gvendarbrunnar og önnur vatnstökusvæði Orkuveitunnar. Í Heiðmörk er fjölbreytt landslag og gróður, enda hefur Skógræktarfélag Reykjavíkur unnið þar gott verk í samstarfi við okkur. Víða má finna skjólgóðar lautir og vöxtulega lundi sem gestir og gangandi geta notið.

Vatnstökusvæði í Heiðmörk

Fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einkum á svæðinu kringum Elliðavatn og Myllulækjartjörn. Í Heiðmörk er gott berjaland og uppskera sveppa hefur margfaldast með tilkomu skógarins. Um Heiðmörk hafa verið lagðir göngustígar sem eru einnig skíðagöngubrautir á veturna.