Vatnsafl

Nýting okkar á vatnsafli felur í sér breytingu á hreyfiorku vatnsfalla í raforku. Elsta virkjun OR með þetta hlutverk er Elliðaárstöð í Reykjavík sem var gangsett árið 1921.

Elliðaárstöð

Elliðaárstöðin er nú þungamiðja uppbyggingar sögu- og tæknisýningar, sem OR undirbýr nú í Elliðaárdal.

Smelltu hér til að fræðast meira um sögu- og tæknisýningu.

Raforkuvinnslu úr vatnsafli fylgir sú ábyrgð að vinnslan hafi sem minnst neikvæð áhrif á umhverfi og lífríki þess vatnsfalls sem virkjað er. Til þess er haft samráð við fjölda hagsmunaaðila virkjanarekstursins.

Vatnsaflsvirkjanir Reykvíkinga í Soginu voru lagðar inn í Landsvirkjun við stofnun þess fyrirtækis árið 1965. Orkuveita Reykjavíkur eignaðist Andakílsárvirkjun í Borgarfirði þegar Akraneskaupstaður bættist í hóp eigenda OR árið 2002. Orka náttúrunnar rekur þá virkjun.

Smelltu hér til að fræðast meira um Andakílsárvirkjun.