Stærsta hluta kolefnisspors Orkuveitu Reykjavíkur má rekja til jarðhitanýtingar en koltvíoxíð er ein jarðhitalofttegundanna sem koma upp með jarðgufunni.
Fyrirtækjunum hefur orðið vel ágengt í að minnka kolefnissporið á síðustu árum með bindingu koltvíoxíðsins í jarðlögum. Orkuskipti í bílaflota Orkuveitu Reykjavíkur skipta einnig verulegu máli og að draga úr úrgangi, einkum vegna framkvæmda.
OR birtir árlega nákvæmt bókhald yfir kolefnisspor samstæðunnar