Hengilssvæðið

Hengilssvæðið

Hengilssvæðið er háhitasvæði u.þ.b. 20 kílómetra suðaustur af Reykjavík.  Á ári hverju stunda tugþúsundir Íslendinga útivist á Hengilssvæðinu en þar eru gönguleiðir alls um 110 km að lengd. Svæðið er að mestu opið almenningi, en vegarslóðar geta verið lokaðir tímabundið vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun.  Hengilssvæðið er á virku gosbelti. Þar er að finna heita hveri, hraungíga, ár og vötn og gróðursæla bletti.

 

 


Nesjavallavirkjun er rúmlega 10 kílómetra norðaustur af Hellisheiðarvirkjun, skammt frá Þingvöllum.  Unnið hefur verið að uppgræðslu á Nesjavöllum frá árinu 1990 og hefur rúmlega hálfri milljón skógarplantna hefur verið plantað á jörðum Orkuveitunnar og Reykjavíkurborgar í landi Nesjavalla og Grafningi.  Í kjölfarið hefur aðstaða til útivistar á Nesjavöllum stórbatnað.