Umhverfi

Umhverfi

OR er falin mikil ábyrgð á þeim auðlindum sem hún nýtir. Hún felst í því að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra svo kynslóðir framtíðar eigi sömu tækifæri og við til hagnýtingar þeirra. Hlutverk OR er því að verja auðlindirnar.

 

Umhverfismál

OR og dótturfélög hennar sinna fjölbreyttri starfsemi sem hefur jákvæð áhrif á daglegt líf þorra þjóðarinnar. Fjölbreyttri starfsemi fylgja umhverfisáhrif sem kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir, vöktun og eftirlit en einnig opin og fagleg samskipti við íbúa, leyfisveitendur og opinbera aðila. Innan OR er mikla þekkingu að finna um hagnýtingu jarðavarma og aðra þætti í starfsemi fyrirtækisins. Við leggjum okkar að mörkum til að miðla þekkingu og hvetja til ábyrgrar umgengni við umhverfið.

Framleiðsla OR stuðlar að heilnæmum lífsskilyrðum og tækifærum til umhverfisvænnar starfsemi. Jákvæð umhverfisáhrif eru ráðandi þegar ákvarðanir eru teknar um þróun virkjana og veitna. Þær eru byggðar á því að OR setur markið hátt varðandi gæði, afhendingaröryggi og hagkvæmni og birtir greinargóðar upplýsingar um frammistöðu sína og framtíðaráætlanir í þeim efnum.

Umhverfisskýrslur

Umhverfisskýrslur OR, matsskýrslur og annað efni er varðar umhverfismál. 

Útivistarsvæði

Starfsemi okkar er á og í nánd við nokkur, fjölsótt útivistarsvæði.  Á Hengilssvæðinu eru Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjanir, Elliðaárvirkjun er í Elliðaárdalnum og vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins eru í Heiðmörk.

Útivistarsvæðin á fræðsluvef:

Gönguleiðir

Hengilssvæðið er kjörið til útivistar allan ársins hring. Búið hefur verið í haginn fyrir útivistarfólk með neti merktra gönguleiða, samtals 100 kílómetra í lengd, auk upplýsingaskilta, gönguskála og útgáfu gönguleiðakorts.  Orkuveitan hefur haft veg og vanda af þessu starfi síðan árið 1990, í samráði við sveitastjórnir á svæðinu.

PDF iconGönguleiðir á Hengilssvæðinu

Áhugaverðar leiðir

Hér eru 11 áhugaverðar gönguleiðir á Henglinum sem Anna S. Sigurðardóttir og Tryggvi Þormóðsson hafa tekið saman. Anna og Tryggvi eru ljósmyndarar og útivistarfólk sem hafa um árabil gengið á Hengilssvæðinu og er myndavélin ávallt með í för.

Fræðsla