Vinnustaðurinn

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hjá samstæðu OR vinna um 450 manns.

Svona erum við

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

Júní 2018
Sumarstarfsfólk

Hinn árlegi fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldinn í júní. Þar hittist sumarfólkið okkar og átti saman saman góða stund.  Fyrir hádegi var dagskrá fræðsluerinda þar sem fólk fræddist um sögu Orkuveitusamstæðunnar, CarbFix verkefnið og bindingu koltvísýrings í jörðu, áherslur samstæðunnar til að fjölga iðn- og tæknimenntuðu fólki ásamt því að rætt var um þjónustustefnu samstæðunnar og hvaða leiðum er beitt við að ná til viðskiptavina okkar. Dagskránni lauk með áhugaverðu erindi um #metoo og aðgerðir OR samstæðunnar í kjölfar þess. Eftir hádegi lét sumarstarfsfólkið rigninguna ekki á sig fá heldur skundaði í Hljómskálagarðinn og lét reyna á samvinnuhæfni, lipurð og gleði undir styrkri stjórn skátanna.

Sumarstarfsfólk OR samstæðunnar starfar við ýmis verkefni, m.a. garðyrkju, landgræðslu og fjölbreytt verkefni háskólanema sem tengjast starfsemi OR og dótturfélaga. 

#metoo vinnustofur

Apríl 2018
Kona heldur á spjaldi með áletruninni #metoo

Í apríl eru haldnar #metoo vinnustofur þar sem allt starfsfólk OR samstæðunnar hittist og ræðir opinskátt um viðfangsefnið; hvernig viljum við hafa þetta og hverju þurfum við að breyta?

Vinnustofurnar standa ennþá yfir en þegar eru komnar góðar hugmyndir sem unnið verður nánar með í maí. Viðfangsefni #metoo snúast um menningu sem við sem samfélag erum öll partur af, og það er því mikilvægt fyrir okkur að skapa vettvang til að ræða hlutina.

Vísindadagur OR 2018

Mars 2018
Vísindadagur 2018

Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar fór fram í Hörpu á pí-daginn, 14. mars, sem jafnframt er fæðingardagur Alberts Einstein og dánardagur Stephen Hawking. Erindin voru fróðleg og skemmtileg og gestir fjölmargir. Dagskrá Vísindadagsins má sjá í upptöku af erindum dagsins hér til hliðar.

OR á Framadögum

Febrúar 2018
Framadagar 2018

Framadagar 2018 voru nýverið haldnir í HR þar sem háskólanemum gafst tækifæri að kynna sér framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. OR var á staðnum, ásamt öðrum fyrirtækjum OR samstæðunnar, og sýndi áhugasömum nemum vinnustaðinn okkar í sýndarveruleika. Einnig buðum við upp á gott kaffi og stöldruðu margir við og spjölluðu við starfsfólk okkar sem kynnti samstæðuna sem eftirsóknarverðan framtíðarvinnustað.

Kynbundinn launamunur

Desember 2017

Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR og dótturfélögunum mælist nú 0,29% konum í hag. Mælingin, sem byggð er á launagreiðslum fyrir desembermánuð, er önnur mælingin sem sýnir muninn á þennan veg. Í nóvember var munurinn í fyrsta sinn konum í vil og mældist þá 0,20%.

Stefna OR og dótturfélaganna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – hefur verið að útrýma kynbundnum launamun. Hann hefur verið talinn innan tölfræðilegra skekkjumarka frá árinu 2015 og hafa fyrirtækin hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC frá þeim tíma.

Óútskýrður kynbundinn launamunurÓútskýrður kynbundinn launamunur

Matarsóun minnkar enn

Nóvember 2017

Átak okkar um að minnka matarsóun er í fullum gangi og nálgumst við markmiði okkar um að fara úr því að sóa 20 kg af mat á dag í 12 kg fyrir áramót. Starfsfólk matstofunnar okkar hefur tekið upp á því snjallræði að bjóða starfsfólki að taka afganga með sér heim að loknum vinnudegi. Framtak þeirra hefur mælst vel fyrir og leggur sannarlega lóð á vogarskálarnar. 

Bleikur dagur

Október 2017
Bleikur dagur á matstofu ORBleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur 13. október sl. og sýndi starfsfólk OR samstöðu og hafði bleikt í fyrirrúmi. Starfsfólk matstofu bauð upp á bleikan skyrdrykk og bollakökur og vakti um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum.

Samstæðudagurinn

Október 2017
Samstæðudagurinn 2017

Þann 30. september sl. héldum við samstæðudaginn okkar. Markmið dagsins var að efla samstæðumenningu og horfa til þess að við erum ein fjölskylda. Dagurinn var frábær og endaði svo um kvöldið í Hörpu þar sem samstæðan hélt árlega árshátíð.

Á myndinni stýrir Magnús Magnús Magnússon starsfólki OR samstæðunnar í víkingaklappi.

Matarsóun

Október 2017

Áætlað er að rúmlega 5% af árlegri heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi megi rekja til matarsóunar. Frá því í vor hefur OR samstæðan verið með átak um að minnka matarsóun, en við settum okkur markmið að fara úr því að sóa 20 kg á dag í 16 kg á dag. Það tókst og vel það - fórum niður í 13,5 kg og fögnuðum við þeim áfanga með glæsilegri matarveislu í september sl.

Við erum alls ekki hætt og samkvæmt loftslagsmarkmiðum OR til ársins 2020 stefnum við að því að minnka matarsóun um 40%. Það þýðir 12 kg á dag og stefnum við ótrauð að því að ná því markmiði fyrir áramót.

 

Vistvænar samgöngur

September 2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR
Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hlutu Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017. Undanfarin fimm ár hefur dregið jafnt og þétt úr notkun starfsfólks á einkabílum knúnum jarðefnaeldsneyti og notkun starfsfólks á reiðhjólum, rafhjólum og rafbílum hefur aukist. Ýmislegt er í boði fyrir þá sem vilja ferðast með vistvænum hætti til vinnu. Mánaðarlegur og skattfrjáls samgöngustyrkur, afsláttur af strætókorti, vaxtalaust lán til kaupa á hjóli, hvort sem um er að ræða hefðbundið hjól eða rafhjól. Einnig getur starfsfólk fengið lánað rafhjól til að prófa, eina viku í senn.

Fjölbreytt nám í Iðnum og tækni í vetur

September 2017
Nemendur í Iðnir & tækni haustið 2017

Iðnir og tækni, sem er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú starfrækt þriðja veturinn í röð. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Margir starfsmenn dótturfyrirtækja OR hafa komið að kennslunni undanfarin ár og munu í vetur miðla efninu af áhuga og þekkingu.

Heimasíða verkefnisins.

Lykiltölur mannauðs- og jafnréttismála

Starfsfólk

Starfsfólk OR samstæðunnar vinnur að öflun og dreifingu orku og vatns og sinnir alhliða þjónustu við viðskiptavini. Höfuðstöðvar OR eru að Bæjarhálsi í Reykjavík. Hjá okkur er sameiginleg mannauðsstefna og starfandi jafnréttisnefnd. Á hverju sumri ráðum við nemendur úr framhaldsskólum og af háskólastigi. Nemendur af framhaldsskólastigi sinna margvíslegum viðhaldsverkefnum og umhverfisbótum, en háskólanemar eru ráðnir til þess að vinna að verkefnum sem tengjast sérhæfingu þeirra í námi.

Starfsmannaskrár dótturfélaga OR má skoða hér: Veitur // Orka nátturunnar // Gagnaveita Reykjavíkur

 
Albert I Ingimundarson
Matreiðslumeistari
Albert.I.Ingimundarson@or.is
Anna Karen Kolbeins
Starfsmaður í tímabundnu starfi
anna.karen.kolbeins@or.is
Anna Margrét Björnsdóttir
Skjalastjóri
Anna.Margret.Bjornsdottir@or.is
Anton Sigurjónsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Anton.Sigurjonsson@or.is
Arna Pálsdóttir
Sérfræðingur
Arna.Palsdottir@or.is
Ásdís Eir Símonardóttir
Mannauðssérfræðingur
Asdis.Eir.Simonardottir@or.is
Ásdís Marísdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
asdis.marisdottir.gilsfjord@or.is
Ásdís Sif Þórarinsdóttir
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Asdis.Sif.Thorarinsdottir@or.is
Ásgeir Westergren
Forstöðumaður áhættustýringar
Asgeir.Westergren@or.is
Ásta Dögg Sigurðardóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Asta.Dogg.Sigurdardottir@or.is
Bára Jónsdóttir
Lögfræðingur
Bara.Jonsdottir@or.is
Belinda Eir Engilbertsdóttir
Sérfræðingur lendna og lóða
Belinda.Eir.Engilbertsdottir@or.is
Benedikt Jónsson
Yfirmatreiðslumeistari
Benedikt.Jonsson@or.is
Bergur Sigfússon
Fagstjóri umhverfis og auðlindastrauma
Bergur.Sigfusson@or.is
Bergþór Leifsson
Sérfræðingur í stafrænum lausnum
Bergthor.Leifsson@or.is
Birgitta Vigfúsdóttir
Þjónustustjóri innkaupa
Birgitta.Vigfusdottir@or.is
Bjarni Bjarnason
Forstjóri
Bjarni.Bjarnason@or.is
Bjarni Freyr Bjarnason
Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála
Bjarni.Freyr.Bjarnason@or.is
Bjarni Jón Agnarsson
Kerfisstjóri
bjarni.jon.agnarsson@or.is
Bjarni Reyr Kristjánsson
Fagstjóri neysluvatns
Bjarni.Reyr.Kristjansson@or.is
Björgvin K Þorvaldsson
Ábyrgðarmaður verkbókhalds
Bjorgvin.Thorvaldsson@veitur.is
Bragi Þór Bjarnason
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Bragi.Thor.Bjarnason@or.is
Bryndís María Leifsdóttir
Forstöðumaður Reikningshalds
Bryndis.Maria.Leifsdottir@or.is
Bryndís Viðarsdóttir
Ræstingamaður
Bryndis.Vidarsdottir@or.is
Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Forstöðumaður fjárstýringar- og greininga
Brynja.Kolbrun.Petursdottir@or.is
Brynjar Darri Jónasson
Tæknimaður í notendaþjónustu
Brynjar.Darri.Jonasson@or.is
Daníel Ingi Jóhannsson
Matreiðslumeistari
Daniel.Ingi.Johannsson@or.is
Davíð Baldur Sigurðsson
Kerfisstjóri
David.Baldur.Sigurdsson@or.is
Davíð Örn Ólafsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
David.Orn.Olafsson@or.is
Dominic Scott
Sérfræðingur í fjár- og áhættustýringu
Dominic.Scott@or.is
Dröfn Harðardóttir
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Drofn.Hardardottir@or.is
Edda Sif Pind Aradóttir
Staðgengill framkvæmdastjóra
Edda.Sif.Aradottir@or.is
Egill Jónasson
Hópstjóri Mæla- og notandaþjónustu
Egill.Jonasson@or.is
Einar Gunnlaugsson
Fagstjóri lághita
einar.gunnlaugsson@or.is
Einar Ólafsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Einar.Olafsson@or.is
Einar Örn Jónsson
Sérfræðingur í markaðsmálum
Einar.Orn.Jonsson@or.is
Eiríkur Hjálmarsson
Upplýsingafulltrúi
Eirikur.Hjalmarsson@or.is
Elín Björg Smáradóttir
Lögfræðingur
elin.smaradottir@or.is
Elín Margrét Jóhannsdóttir
Framreiðslumeistari
Elin.Margret.Johannsdottir@or.is
Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir
Mannauðssérfræðingur
Ellen.Yr.Adalsteinsdottir@or.is
Erna Sigurðardóttir
Launa- og þjónustufulltrúi
Erna.Sigurdardottir@or.is
Ewelina Niedzwiecka
Ræstingamaður
Ewelina.Niedzwiecka@or.is
Eyþór Fannar Valgeirsson
Vörustjóri
Eythor.Fannar.Valgeirsson@or.is
Felix Ragnarsson
Matreiðslumaður
felix.ragnarsson@or.is
Gísli Björn Björnsson
Sérfræðingur í fjár- og áhættustýringu
Gisli.Bjorn.Bjornsson@or.is
Gísli Guðmundsson
Sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum
Gisli.Gudmundsson@or.is
Glódís Erla Ólafsdóttir
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Glodis.Erla.Olafsdottir@or.is
Gréta Guðnadóttir
Sérfræðingur í reikningshaldi
Greta.Gudnadottir@or.is
Gretar Ívarsson
Sérfræðingur í jarðfræðirannsóknum
Gretar.Ivarsson@or.is
Grétar Þór Jóhannsson
Sérfræðingur í útboðum og samningagerð
Gretar.Thor.Johannsson@or.is
Gunnar S Valdimarsson
Umsýslumaður vöruþjónusta áhaldavarsla
gunnar.valdimarsson@or.is
Gunnar Þór Gunnarsson
Fagstjóri orkuöflunar - háhiti
gunnar.gunnarsson@or.is
Guðlaug R Sturludóttir Snæfeld
Ræstingamaður
Gudlaug.Sturludottir.Snaefeld@or.is
Guðleifur M Kristmundsson
Sérfræðingur í kerfisrannsóknum og líkanagerð
gudleifur.kristmundsson@or.is
Guðný Halla Hauksdóttir
Forstöðumaður Þjónustuvers og innheimtu
Gudny.Halla.Hauksdottir@or.is
Guðný Helga Helgadóttir
Tæknimaður í notendaþjónustu
Gudny.Helga.Helgadottir@or.is
Guðrún Björg Halldórsdóttir
Umsjónarmaður mælalagers
Gudrun.Bjorg.Halldorsdottir@or.is
Guðrún Erla Jónsdóttir
Stefnustjóri
Gudrun.Erla.Jonsdottir@or.is
Hafliði Hjartarson
Tæknimaður í notendaþjónustu
Haflidi.Hjartarson@or.is
Hafsteinn Þór Einarsson
Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun
Hafsteinn.Thor.Einarsson@or.is
Halla Björk Grímsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Halla.Bjork.Grimsdottir@or.is
Halldór Bergmann
Sýnatökumaður.
Halldor.Bergmann@or.is
Halldór Valur Geirsson
Hópstjóri vöruþjónusta
Halldor.Valur.Geirsson@or.is
Halldóra Magný Baldursdóttir
Fulltrúi gæðamála
halldora.baldursdottir@or.is
Haukur Eiríksson
Sérfræðingur
Haukur.Eiriksson@or.is
Heiða Aðalsteinsdóttir
Sérfræðingur í skipulagsmálum
Heida.Adalsteinsdottir@or.is
Helga Hrönn Gunnarsdóttir
Bókari
helga.hronn.gunnarsdottir@or.is
Hildigunnur H. H. Thorsteinsson
Framkvæmdastjóri Þróun
Hildigunnur.H.Thorsteinsson@or.is
Hjalti Ben Ágústsson
Raftækniumsjónarmaður
hjalti.ben@or.is
Hjördís Rún Oddsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Hjordis.Run.Oddsdottir@or.is
Hólmfríður Sigurðardóttir
Umhverfisstjóri
holmfridur.sigurdardottir@or.is
Hrafn Leó Guðjónsson
Sérfræðingur í mæla- og notendaþjónustu
Hrafn.Leo.Gudjonsson@or.is
Hrönn Ingólfsdóttir
Sérfræðingur í áhættugreiningu
Hronn.Ingolfsdottir@or.is
Hróðný Njarðardóttir
Hópstjóri Rekstrarþjónusta
Hrodny.Njardardottir@or.is
Hugrún Elfa Hjaltadóttir
Verkefnastjóri í hugbúnaðarþróun
Hugrun.Elfa.Hjaltadottir@or.is
Hulda Heiðarsdóttir
Bókari
Hulda.Heidarsdottir@or.is
Inga Jytte Þórðardóttir
Bókari
inga.jytte.thordardottir@or.is
Ingibjörg Sif Fjeldsted
Bókari
ingibjorg.sif.fjeldsted@or.is
Ingibjörg Sverrisdóttir
Ritari forstjóra
ingibjorg.sverrisdottir@or.is
Ingimar Kristján Steinþórsson
Umsjón fasteigna
Ingimar.Kristjan.Steinthorsson@or.is
Ingvar Stefánsson
Framkvæmdastjóri Fjármál
Ingvar.Stefansson@or.is
Ingvar Þór Þorsteinsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Ingvar.Thor.Thorsteinsson@or.is
Ingveldur B Frímannsdóttir
Bókari
Ingveldur.Bara.Frimannsdottir@or.is
Ingveldur J Valsdóttir
Gjaldkeri
Ingveldur.Valsdottir@or.is
Ingvi Gunnarsson
Ábyrgðarmaður reksturs auðlinda
Ingvi.Gunnarsson@or.is
Íris Adolfsdóttir
Bókari
iris.adolfsdottir@or.is
Íris Eva Einarsdóttir
Verkstjóri sýnatöku
Iris.Eva.Einarsdottir@or.is
Íris Lind Sæmundsdóttir
Lögfræðingur
Iris.Lind.Saemundsdottir@or.is
Jakob Sigurður Friðriksson
Viðskiptaþróunarstjóri
jakob.sigurdur.fridriksson@or.is
Jóhanna Björk Sveinsdóttir
Sérfræðingur í innkaupum
Johanna.Bjork.Sveinsdottir@or.is
Jóhanna Ingvarsdóttir
Ræstingamaður
Johanna.Ingvarsdottir@or.is
Jón Árni Jóhannesson
Umsjónarmaður mötuneytis Hellisheiði
Jon.Arni.Johannesson@or.is
Jón Pétur Skúlason
Sérfræðingur í útboðum og samningagerð
Jon.Petur.Skulason@or.is
Jón Rafn Gunnarsson
Umsjónarmaður vatnsþjónustu
Jon.Rafn.Hoffmann@or.is
Jully Del Campo Fabre
Mötuneytisstarfsmaður
Jully.Del.Campo.Fabre@or.is
Katrín Louise Hamilton
Mötuneytisstarfsmaður
Katrin.Louise.Hamilton@or.is
Kenneth Breiðfjörð
Forstöðumaður Innkaup og rekstrarþjónusta
Kenneth.Breidfjord@or.is
Kevin J Dillman
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Kevin.Dillman@or.is
Kristjana Eyjólfsdóttir
Sérfræðingur í skjalamálum
Kristjana.Eyjolfsdottir@or.is
Kristjana Kjartansdóttir
Gæðastjóri
Kristjana.Kjartansdottir@or.is
Kristjana Ýr Þráinsdóttir
Bókari
Kristjana.Yr.Thrainsdottir@or.is
Kristrún Dröfn Jóhannsdóttir
Launa- og þjónustufulltrúi
Kristrun.Drofn.Johannsdottir@or.is
Leifur Geir Stefánsson
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Leifur.Geir.Stefansson@or.is
Magdalena Kosiak
Ræstingamaður
Magdalena.Kosiak@or.is
Magnús Már Einarsson
Þjónustustjóri innkaupa
Magnus.Mar.Einarsson@or.is
Malgorzata Paulina Deppe
Ræstingamaður
Malgorzata.Paulina.Deppe@or.is
María Ósk Birgisdóttir
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Maria.Osk.Birgisdottir@or.is
María Thors
Luk Sérfræðingur
maria.thors@or.is
Nökkvi Andersen
Sérfræðingur í vélbúnaðarþróun
Nokkvi.Andersen@or.is
Ólafur Þór Leifsson
Lögfræðingur
Olafur.Thor.Leifsson@or.is
Olgeir Helgason
Sérfræðingur í stjórnunarkerfum
olgeir.helgason@or.is
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
Upplýsingafulltrúi
Olof.Snaeholm.Baldursdottir@or.is
Pálmar Sigurðsson
Sérfræðingur í jarðvísindum
Palmar.Sigurdsson@or.is
Pálmi Sigurðsson
Sérfræðingur í netkerfum
Palmi.Sigurdsson@or.is
Pálmi Símonarson
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Palmi.Simonarson@or.is
Ragna Björk Bragadóttir
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Ragna.Bjork.Bragadottir@or.is
Rebekka Sól Ásmundsdóttir
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Rebekka.Sol.Asmundsdottir@or.is
Reynir Guðjónsson
Öryggisstjóri
Reynir.Gudjonsson@or.is
Rúnar Geir Þorsteinsson
Umsjónarmaður rafmagnsþjónustu
Runar.Geir.Thorsteinsson@or.is
Salmann Héðinn Árnason
Tæknimaður í notendaþjónustu
salmann.hedinn.arnason@or.is
Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir
Sérfræðingur í jarðvísindum.
sandra.osk.snaebjornsdottir@or.is
Sigríður Guðlaug Halldórsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Sigridur.Gudlaug.Halldorsdottir@or.is
Sigríður Guðmundsdóttir
Umsjón fasteigna
Sigridur.Gudmundsdottir@or.is
Sigríður K Sigurbjörnsdóttir
Umsjón fasteigna og ræstinga
Sigridur.Kolbrun.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigrún Sif Sigurðardóttir
Sérfræðingur á rannsóknarstofu
Sigrun.Sif.Sigurdardottir@or.is
Sigrún Tómasdóttir
Sérfræðingur í forðafræði
Sigrun.Tomasdottir@or.is
Sigrún Viktorsdóttir
Forstöðumaður Vef- og markaðsmála
Sigrun.Viktorsdottir@or.is
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
Ræstingamaður
Sigurbjorg.Elin.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
Bókari í fjárhagsbókhaldi
Sigurbjorg.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigurjón Kristinn Sigurjónsson
Forstöðumaður Reikninga- og notendaþjónusta
Sigurjon.Kristinn.Sigurjonsson@or.is
Sigurður Gunnar Benediktsson
Þjónustustjóri innkaupa
Sigurdur.Gunnar.Benediktsson@or.is
Simon Klüpfel
Sérfræðingur í forðafræðirannsóknum
simon.kluepfel@or.is
Skúli Skúlason
Framkvæmdastjóri Þjónusta
Skuli.Skulason@or.is
Sólrún Kristjánsdóttir
Mannauðsstjóri
Solrun.Kristjansdottir@or.is
Steinar Kjartansson
Vörustjóri
Steinar.Kjartansson@or.is
Steinþór Steinþórsson
Kerfisstjóri
steinthor.steinthorsson@or.is
Sædís Ólafsdóttir
Sérfræðingur á rannsóknarstofu
Saedis.Olafsdottir@or.is
Sæmundur Friðjónsson
Forstöðumaður Upplýsingatækni
saemundur.fridjonsson@or.is
Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir
Sérfræðingur í öryggismálum
Saeunn.Kolbrun.Thorolfsdottir@or.is
Thomas Marie Pascal Ratouis
Sérfræðingur í forðafræðirannsóknum
Thomas.Ratouis@or.is
Trausti Kristinsson
Sýnatökumaður
Trausti.Kristinsson@or.is
Unnur Jónsdóttir
Sérfræðingur í vinnuverndarmálum
Unnur.Jonsdottir@or.is
Vala Hjörleifsdóttir
Sérfræðingur í skjálftarannsóknum
Vala.Hjorleifsdottir@or.is
Víðir Ragnarsson
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Vidir.Ragnarsson@or.is
Þóranna Björg Héðinsdóttir
Launafulltrúi
Thoranna.Bjorg.Hedinsdottir@or.is
Þorbjörg Bjarnadóttir
Rekstrarstjóri Reikningaþjónustu
thorbjorg.bjarnadottir@or.is
Þorgeir Einarsson
Tækniþróunarstjóri
thorgeir.einarsson@or.is
Þorsteinn Ari Þorgeirsson
Sérfræðingur á Þróunarsviði
Thorsteinn.Ari.Thorgeirsson@or.is
Þorvaldur Finnbogason
Sérfræðingur í notendaþjónustu
thorvaldur.finnbogason@or.is

Jafnrétti

Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti og erum ákaflega stolt af því að hafa hlotið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014 og Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015. Þá höfum við undirritað Jafnréttissmáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Jafnréttisstefna OR

[Dags. 05.07.2018]

Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum. Stefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir alla starfsmenn. OR leggur mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisstefna OR miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Framkvæmdaráætlanir jafnréttisnefnda innan samstæðu OR

PDF iconFramkvæmdaráætlun Jafnréttisnefndar OR 2017-2018PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar Veitna 2017-2018
PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar ON 2017-2018PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar GR 2017-2018

Stjórn og stjórnun

Orkugeirinn hefur oft verið talinn karllægur geiri. Það er vilji stjórnenda að fyrirtækið sé öðrum fyrirtækjum í orkugeiranum fyrirmynd í því að standa vörð um hlut kvenna. Mikilvægt er að það sé aðlaðandi fyrir konur og karla að starfa í geiranum. Góður árangur hefur náðst í að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan Orkuveitunnar sem og í stjórnendastöðum. Konur í efsta stjórnunarlaginu sem birtist í skipuriti eru nú 51%

Stjórn Orkuveitunnar og dótturfélaga er skipuð körlum og konum. Kynjahlutfallið er eins og hér segir: 

 • Stjórn OR; 3 kk (50%) og 3 kvk (50%)
 • Stjórn Orku náttúrunnar; 3 kk (60%), 2 kvk (40%)
 • Stjórn Veitna; 3 kk (60%), 1 kvk (40%)
 • Stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur;  3 kk (60%), 2 kvk (40%)

Starfsnám

Vinnustaðanám Veitna og ON

Veitur og Orka náttúrunnar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.

Fjórar stelpur og fjórir strákar geta sótt um samning til að ljúka sveinsprófi á 18 mánaða fresti.

Af hverju ætti ég að fara í iðnnám? 
Þú öðlast verkvit, lærir að búa til eigin verðmæti, skilur hvernig og af hverju hlutirnir virka.

Iðnir og tækni

Samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla

Frá árinu 2015 hefur nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla verið boðið upp á valáfanga sem ætlað er að vekja áhuga á iðn- og tæknistörfum. Nemendur fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og starfstækifærum sem iðn- og tækninám nýtist í. Átta stelpur og átta strákar sækja valáfangann þar sem þau heimsækja Orkuveituna og dótturfélög aðra hverja viku í fjórar klukkustundir í senn.

Námið er fjölbreytt og byggir á verklegum æfingum, vettvangsferðum og fræðslu. Iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar leiðbeinir nemendum og verður netið og samfélagsmiðlar nýtt í verkefni og námsmat.

Með áfanganum fá nemendur

 • Innsýn inn í iðn- og tæknistörf
 • Fræðslu um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveitu og ljósleiðara)
 • Menntun í umhverfismálum tengdum auðlindum
 • Reynslu af því hvernig er að vinna iðn- og tæknistörf

Nánari upplýsingar um Iðnir og tækni.

Mannauðsstefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 20.03.2018]

Hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á.

Samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf.

OR tryggir að starfsfólk njóti jafnréttis.

OR leggur áherslu á beita markvissri mannauðsstjórnun til að mannauður samstæðunnar nýtist sem best.

Mannauðsstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Lykiláherslur mannauðsmála:

Starfskjarastefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á stjórnarfundi 22.01.2018]

Starfskjarastefna þessi er sett í samræmi við eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá 2014, en þar segir í grein 6.4.: 

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skal setja fyrirtækinu starfskjarastefnu sem felur í sér hófsemi varðandi laun- og starfskjör starfsfólks. Laun stjórnenda skulu standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Launakjör stjórnenda og annars starfsliðs Orkuveitu Reykjavíkur skulu ekki vera leiðandi á vinnumarkaði.

Stefnan miðar að því að starfskjör innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur séu samkeppnishæf, að það geti ráðið og haldið í hæft starfsfólk til að standa vörð um hlutverk fyrirtækisins.

Starfskjarastefnan hefur langtímahagsmuni samstæðunnar að leiðarljósi, og skal stuðla að stöðugleika í rekstri og uppbyggingu þekkingar.

1. Starfskjör

Starfskjör í samstæðunni skulu vera samkeppnishæf við kjör í sambærilegum fyrirtækjum og að teknu tilliti til ákvæðis 6.4.3 í eigendastefnu OR. Launakerfi OR skal hafa jafnræði og gagnsæi að leiðarljósi og sambærileg laun skulu greidd fyrir sambærilegt vinnuframlag og árangur. Kynbundinn launamunur má ekki vera til staðar.

2. Stjórn móðurfélags OR

Stjórnarmönnum er greidd föst mánaðarleg þóknun í samræmi við ákvörðun aðalfundar. Starfskjaranefnd leggur fram tillögu til stjórnar um þóknun stjórnarmanna.

3. Forstjóri OR og innri endurskoðandi

Stjórn ræður forstjóra OR og innri endurskoðanda og ákveður starfskjör þeirra. Starfskjaranefnd OR skal endurskoða laun beggja árlega og gera tillögu til stjórnar um breytingar með tilliti til markmiða og mælikvarða fyrirtækisins eftir því sem við á og með hliðsjón af 1. gr. starfskjarastefnunnar.

4. Annað starfsfólk samstæðu OR

Forstjóri ræður þá stjórnendur móðurfélags, sem heyra beint undir hann í skipuriti . Hann ákvarðar laun þeirra og endurskoðar þau reglulega í samræmi við 1. gr. starfskjarastefnunnar. Framkvæmdastjórar ráða annað starfsfólk og ákvarða laun þeirra og endurskoða þau, sömuleiðis í samræmi við 1. gr.

5. Starfslok

Ekki skal gera samninga við stjórnendur, sem fela í sér starfslokagreiðslur umfram skyldur þess samkvæmt lögum og kjarasamningum, nema með samþykki stjórnar.

6. Stjórnir fyrirtækja innan samstæðu OR

 1. Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sef. og Orkuveitu Reykjavíkur -eigna ohf. gerir árlega tillögu að stjórnarlaunum dótturfélaga til samþykktar á aðalfundum dótturfélaga á grundvelli starfskjarastefnu.
 2. Áður en til samþykktar kemur þarf forstjóri að upplýsa stjórn móðurfélagsins um tillöguna til að unnt sé að staðfesta samræmi hennar við stefnu móðurfélagsins.
 3. Stjórnarlaun í dótturfélögum OR eiga ekki að vera leiðandi en þó samkeppnishæf að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila.

7. Upplýsingagjöf

Starfskjarastefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins. Gera skal árlega grein fyrir þóknun stjórnar, forstjóra og æðstu stjórnenda í samsvarandi þremur liðum í ársreikningi fyrirtækisins. Einnig skulu koma fram greiðslur vegna stjórnarsetu eða annarra ytri verkefna sem tengjast beint starfi viðkomandi í OR.

8. Eftirfylgni, endurskoðun og samþykkt starfskjarastefnu

Starfskjarastefna OR er samþykkt af stjórn sem leggur hana fyrir aðalfund. Starfskjaranefnd skal endurskoða starfskjarastefnu fyrirtækisins árlega og hefur eftirlit með að henni sé framfylgt.

Starfsþróun

Framþróun OR er háð því að vera með starfsfólk með rétta menntun, reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins. 

Fyrirtækið vill hlúa að starfsþróun og undirbúa starfsfólk undir framtíðarverkefni með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu.