OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hjá samstæðu OR vinna um 450 manns.
Vinnustaðurinn
Svona erum við
Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks
Júní 2018
![]() | Hinn árlegi fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldinn í júní. Þar hittist sumarfólkið okkar og átti saman saman góða stund. Fyrir hádegi var dagskrá fræðsluerinda þar sem fólk fræddist um sögu Orkuveitusamstæðunnar, CarbFix verkefnið og bindingu koltvísýrings í jörðu, áherslur samstæðunnar til að fjölga iðn- og tæknimenntuðu fólki ásamt því að rætt var um þjónustustefnu samstæðunnar og hvaða leiðum er beitt við að ná til viðskiptavina okkar. Dagskránni lauk með áhugaverðu erindi um #metoo og aðgerðir OR samstæðunnar í kjölfar þess. Eftir hádegi lét sumarstarfsfólkið rigninguna ekki á sig fá heldur skundaði í Hljómskálagarðinn og lét reyna á samvinnuhæfni, lipurð og gleði undir styrkri stjórn skátanna. Sumarstarfsfólk OR samstæðunnar starfar við ýmis verkefni, m.a. garðyrkju, landgræðslu og fjölbreytt verkefni háskólanema sem tengjast starfsemi OR og dótturfélaga. |
#metoo vinnustofur
Apríl 2018
![]() | Í apríl eru haldnar #metoo vinnustofur þar sem allt starfsfólk OR samstæðunnar hittist og ræðir opinskátt um viðfangsefnið; hvernig viljum við hafa þetta og hverju þurfum við að breyta? Vinnustofurnar standa ennþá yfir en þegar eru komnar góðar hugmyndir sem unnið verður nánar með í maí. Viðfangsefni #metoo snúast um menningu sem við sem samfélag erum öll partur af, og það er því mikilvægt fyrir okkur að skapa vettvang til að ræða hlutina. |
Vísindadagur OR 2018
Mars 2018
OR á Framadögum
Febrúar 2018
Kynbundinn launamunur
Desember 2017
Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR og dótturfélögunum mælist nú 0,29% konum í hag. Mælingin, sem byggð er á launagreiðslum fyrir desembermánuð, er önnur mælingin sem sýnir muninn á þennan veg. Í nóvember var munurinn í fyrsta sinn konum í vil og mældist þá 0,20%. Stefna OR og dótturfélaganna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – hefur verið að útrýma kynbundnum launamun. Hann hefur verið talinn innan tölfræðilegra skekkjumarka frá árinu 2015 og hafa fyrirtækin hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC frá þeim tíma. ![]() |
Matarsóun minnkar enn
Nóvember 2017
![]() | Átak okkar um að minnka matarsóun er í fullum gangi og nálgumst við markmiði okkar um að fara úr því að sóa 20 kg af mat á dag í 12 kg fyrir áramót. Starfsfólk matstofunnar okkar hefur tekið upp á því snjallræði að bjóða starfsfólki að taka afganga með sér heim að loknum vinnudegi. Framtak þeirra hefur mælst vel fyrir og leggur sannarlega lóð á vogarskálarnar. |
Bleikur dagur
Október 2017
![]() | Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur 13. október sl. og sýndi starfsfólk OR samstöðu og hafði bleikt í fyrirrúmi. Starfsfólk matstofu bauð upp á bleikan skyrdrykk og bollakökur og vakti um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum. |
Samstæðudagurinn
Október 2017
![]() | Þann 30. september sl. héldum við samstæðudaginn okkar. Markmið dagsins var að efla samstæðumenningu og horfa til þess að við erum ein fjölskylda. Dagurinn var frábær og endaði svo um kvöldið í Hörpu þar sem samstæðan hélt árlega árshátíð. Á myndinni stýrir Magnús Magnús Magnússon starsfólki OR samstæðunnar í víkingaklappi. |
Matarsóun
Október 2017
Áætlað er að rúmlega 5% af árlegri heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi megi rekja til matarsóunar. Frá því í vor hefur OR samstæðan verið með átak um að minnka matarsóun, en við settum okkur markmið að fara úr því að sóa 20 kg á dag í 16 kg á dag. Það tókst og vel það - fórum niður í 13,5 kg og fögnuðum við þeim áfanga með glæsilegri matarveislu í september sl.
Við erum alls ekki hætt og samkvæmt loftslagsmarkmiðum OR til ársins 2020 stefnum við að því að minnka matarsóun um 40%. Það þýðir 12 kg á dag og stefnum við ótrauð að því að ná því markmiði fyrir áramót.
Vistvænar samgöngur
September 2017
![]() | Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hlutu Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017. Undanfarin fimm ár hefur dregið jafnt og þétt úr notkun starfsfólks á einkabílum knúnum jarðefnaeldsneyti og notkun starfsfólks á reiðhjólum, rafhjólum og rafbílum hefur aukist. Ýmislegt er í boði fyrir þá sem vilja ferðast með vistvænum hætti til vinnu. Mánaðarlegur og skattfrjáls samgöngustyrkur, afsláttur af strætókorti, vaxtalaust lán til kaupa á hjóli, hvort sem um er að ræða hefðbundið hjól eða rafhjól. Einnig getur starfsfólk fengið lánað rafhjól til að prófa, eina viku í senn. |
Fjölbreytt nám í Iðnum og tækni í vetur
September 2017
![]() | Iðnir og tækni, sem er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú starfrækt þriðja veturinn í röð. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Margir starfsmenn dótturfyrirtækja OR hafa komið að kennslunni undanfarin ár og munu í vetur miðla efninu af áhuga og þekkingu. |
Starfsfólk
Starfsfólk OR samstæðunnar vinnur að öflun og dreifingu orku og vatns og sinnir alhliða þjónustu við viðskiptavini. Höfuðstöðvar OR eru að Bæjarhálsi í Reykjavík. Hjá okkur er sameiginleg mannauðsstefna og starfandi jafnréttisnefnd. Á hverju sumri ráðum við nemendur úr framhaldsskólum og af háskólastigi. Nemendur af framhaldsskólastigi sinna margvíslegum viðhaldsverkefnum og umhverfisbótum, en háskólanemar eru ráðnir til þess að vinna að verkefnum sem tengjast sérhæfingu þeirra í námi.
Starfsmannaskrár dótturfélaga OR má skoða hér: Veitur // Orka nátturunnar // Gagnaveita Reykjavíkur





















































































































































Jafnrétti
Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti og erum ákaflega stolt af því að hafa hlotið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014 og Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015. Þá höfum við undirritað Jafnréttissmáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Jafnréttisstefna OR
[Dags. 05.07.2018]
Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum. Stefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir alla starfsmenn. OR leggur mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisstefna OR miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.
Framkvæmdaráætlanir jafnréttisnefnda innan samstæðu OR
![]() | ![]() |
![]() | ![]() |
Stjórn og stjórnun
Orkugeirinn hefur oft verið talinn karllægur geiri. Það er vilji stjórnenda að fyrirtækið sé öðrum fyrirtækjum í orkugeiranum fyrirmynd í því að standa vörð um hlut kvenna. Mikilvægt er að það sé aðlaðandi fyrir konur og karla að starfa í geiranum. Góður árangur hefur náðst í að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan Orkuveitunnar sem og í stjórnendastöðum. Konur í efsta stjórnunarlaginu sem birtist í skipuriti eru nú 51%
Stjórn Orkuveitunnar og dótturfélaga er skipuð körlum og konum. Kynjahlutfallið er eins og hér segir:
- Stjórn OR; 3 kk (50%) og 3 kvk (50%)
- Stjórn Orku náttúrunnar; 3 kk (60%), 2 kvk (40%)
- Stjórn Veitna; 3 kk (60%), 1 kvk (40%)
- Stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur; 3 kk (60%), 2 kvk (40%)
Starfsnám
Vinnustaðanám Veitna og ON
Veitur og Orka náttúrunnar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.
Fjórar stelpur og fjórir strákar geta sótt um samning til að ljúka sveinsprófi á 18 mánaða fresti.
Af hverju ætti ég að fara í iðnnám?
Þú öðlast verkvit, lærir að búa til eigin verðmæti, skilur hvernig og af hverju hlutirnir virka.
Iðnir og tækni
Samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla
Frá árinu 2015 hefur nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla verið boðið upp á valáfanga sem ætlað er að vekja áhuga á iðn- og tæknistörfum. Nemendur fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og starfstækifærum sem iðn- og tækninám nýtist í. Átta stelpur og átta strákar sækja valáfangann þar sem þau heimsækja Orkuveituna og dótturfélög aðra hverja viku í fjórar klukkustundir í senn.
Námið er fjölbreytt og byggir á verklegum æfingum, vettvangsferðum og fræðslu. Iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar leiðbeinir nemendum og verður netið og samfélagsmiðlar nýtt í verkefni og námsmat.
Með áfanganum fá nemendur
- Innsýn inn í iðn- og tæknistörf
- Fræðslu um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveitu og ljósleiðara)
- Menntun í umhverfismálum tengdum auðlindum
- Reynslu af því hvernig er að vinna iðn- og tæknistörf
Mannauðsstefna
[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 20.03.2018]
Hjá Orkuveitu Reykjavíkur starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á.
Samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf.
OR tryggir að starfsfólk njóti jafnréttis.
OR leggur áherslu á beita markvissri mannauðsstjórnun til að mannauður samstæðunnar nýtist sem best.
Mannauðsstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.
Lykiláherslur mannauðsmála:
Starfskjarastefna
[Stefna yfirfarin og samþykkt óbreytt á stjórnarfundi 22.01.2018]
Starfskjarastefna þessi er sett í samræmi við eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) frá 2014, en þar segir í grein 6.4.:
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skal setja fyrirtækinu starfskjarastefnu sem felur í sér hófsemi varðandi laun- og starfskjör starfsfólks. Laun stjórnenda skulu standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Launakjör stjórnenda og annars starfsliðs Orkuveitu Reykjavíkur skulu ekki vera leiðandi á vinnumarkaði.
Stefnan miðar að því að starfskjör innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur séu samkeppnishæf, að það geti ráðið og haldið í hæft starfsfólk til að standa vörð um hlutverk fyrirtækisins.
Starfskjarastefnan hefur langtímahagsmuni samstæðunnar að leiðarljósi, og skal stuðla að stöðugleika í rekstri og uppbyggingu þekkingar.
1. Starfskjör
Starfskjör í samstæðunni skulu vera samkeppnishæf við kjör í sambærilegum fyrirtækjum og að teknu tilliti til ákvæðis 6.4.3 í eigendastefnu OR. Launakerfi OR skal hafa jafnræði og gagnsæi að leiðarljósi og sambærileg laun skulu greidd fyrir sambærilegt vinnuframlag og árangur. Kynbundinn launamunur má ekki vera til staðar.
2. Stjórn móðurfélags OR
Stjórnarmönnum er greidd föst mánaðarleg þóknun í samræmi við ákvörðun aðalfundar. Starfskjaranefnd leggur fram tillögu til stjórnar um þóknun stjórnarmanna.
3. Forstjóri OR og innri endurskoðandi
Stjórn ræður forstjóra OR og innri endurskoðanda og ákveður starfskjör þeirra. Starfskjaranefnd OR skal endurskoða laun beggja árlega og gera tillögu til stjórnar um breytingar með tilliti til markmiða og mælikvarða fyrirtækisins eftir því sem við á og með hliðsjón af 1. gr. starfskjarastefnunnar.
4. Annað starfsfólk samstæðu OR
Forstjóri ræður þá stjórnendur móðurfélags, sem heyra beint undir hann í skipuriti . Hann ákvarðar laun þeirra og endurskoðar þau reglulega í samræmi við 1. gr. starfskjarastefnunnar. Framkvæmdastjórar ráða annað starfsfólk og ákvarða laun þeirra og endurskoða þau, sömuleiðis í samræmi við 1. gr.
5. Starfslok
Ekki skal gera samninga við stjórnendur, sem fela í sér starfslokagreiðslur umfram skyldur þess samkvæmt lögum og kjarasamningum, nema með samþykki stjórnar.
6. Stjórnir fyrirtækja innan samstæðu OR
- Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur sef. og Orkuveitu Reykjavíkur -eigna ohf. gerir árlega tillögu að stjórnarlaunum dótturfélaga til samþykktar á aðalfundum dótturfélaga á grundvelli starfskjarastefnu.
- Áður en til samþykktar kemur þarf forstjóri að upplýsa stjórn móðurfélagsins um tillöguna til að unnt sé að staðfesta samræmi hennar við stefnu móðurfélagsins.
- Stjórnarlaun í dótturfélögum OR eiga ekki að vera leiðandi en þó samkeppnishæf að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila.
7. Upplýsingagjöf
Starfskjarastefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins. Gera skal árlega grein fyrir þóknun stjórnar, forstjóra og æðstu stjórnenda í samsvarandi þremur liðum í ársreikningi fyrirtækisins. Einnig skulu koma fram greiðslur vegna stjórnarsetu eða annarra ytri verkefna sem tengjast beint starfi viðkomandi í OR.
8. Eftirfylgni, endurskoðun og samþykkt starfskjarastefnu
Starfskjarastefna OR er samþykkt af stjórn sem leggur hana fyrir aðalfund. Starfskjaranefnd skal endurskoða starfskjarastefnu fyrirtækisins árlega og hefur eftirlit með að henni sé framfylgt.
Starfsþróun
Framþróun OR er háð því að vera með starfsfólk með rétta menntun, reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins.
Fyrirtækið vill hlúa að starfsþróun og undirbúa starfsfólk undir framtíðarverkefni með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu.