Starfsþróun

Starfsþróun

Framþróun OR er háð því að vera með starfsfólk með rétta menntun, reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins. 

Fyrirtækið vill hlúa að starfsþróun og undirbúa starfsmenn undir framtíðarverkefni með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu.  Á árinu 2013 voru haldnir um 160 fræðsluviðburðir innan OR af fjölbreyttum toga. Að meðaltali sótti hverstarfsmaður tíu þeirra.

FJÖLDI FRÆÐSLUVIÐBURÐA

 

OR leggur mikið upp úr að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og fá allir nýir starfsmenn nýliðafræðslu og úthlutaðan starfsfóstra til að styðja nýjan starfsmann í starfi fyrstu mánuðina. 

Orkuveita Reykjavíkur vill vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og einsetur sér að vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða íbúi bíður heilsutjón af starfi sínu eða vegna starfseminnar.

 

MENNTUN STARFSFÓLKS

SKIPTING MILLI STARFAFLOKKA