Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

 

Hjá OR starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á. Áhersla er lögð á að beita markvissri starfsmannastjórnun. 

Samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf.

OR leggur áherslu á beita markvissri starfsmannastjórnun til að mannauður samstæðunnar nýtist sem best.

Lykiláherslur

Faglegar ráðningar

 • Ráðningar byggja á faglegu ráðningaferli þar sem gætt er að jafnræði og hlutleysi og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið. 
 • Allir sem hefja störf hjá Orkuveitunni fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og markvissa starfsþjálfun. 

Gott starfsumhverfi

 • Hjá OR er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. 
 • Lögð er áhersla á öryggi starfsfólks og heilsusamlegt vinnuumhverfi.  
 • Tæki og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. 
 • Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. 
 • Starfsmönnum eru skapaðar aðstæður til að samræma kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. 

Frammistöðustjórnun

 • Hjá fyrirtækinu starfar hæft og áhugasamt starfsfólk sem leggur sig fram um að ná árangri. 
 • Starfsfólki eru falin verkefni við hæfi þar sem  styrkleikar  og frumkvæði hvers og eins fá að njóta sín.
 • Starfsmenn fá reglulega hreinskipta og uppbyggilega endurgjöf á frammistöðu sína​​​

Markviss starfsþróun

 • Fyrirtækið leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu. 
 • Lögð er áhersla á markvissa, fjölbreytta fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni til að ná árangri í starfi. 
 • Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á  virkri endurgjöf um frammistöðu. 
 • Starfsfólk fær tækifæri til að taka á sig aukna ábyrgð og vinna að fjölbreyttum verkefnum.

Samkeppnishæf starfskjör og umbun

 • Starfskjör og hlunnindi taka mið af eðli starfs, frammistöðu, ábyrgð, álagi, og markaðsaðstæðum.  
 • Allir starfsmenn eiga að njóta sömu virðingar og njóta jafnréttis til launa, umbunar og starfsþjálfunar. 

Greining og þekkingarmiðlun

 • Framþróun fyrirtækisins er háð því að vera með starfsfólk sem hefur rétta menntun, reynslu og þekkingu og því er lögð áhersla á markvissar greiningar til að tryggja að svo verði til framtíðar. 
 • Lögð er áhersla á að starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum til að sinna starfi sínu vel og að starfsfólk miðli þekkingu sinni til samstarfsmanna.