Jafnrétti

Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti og erum ákaflega stolt af því að hafa hlotið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014 og Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015. Þá höfum við undirritað Jafnréttissmáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Jafnréttisstefna OR

[Dags. 05.07.2018]

Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum. Stefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir alla starfsmenn. OR leggur mannréttindarákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisstefna OR miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Framkvæmdaráætlanir jafnréttisnefnda innan samstæðu OR

PDF iconFramkvæmdaráætlun Jafnréttisnefndar OR 2017-2018PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar Veitna 2017-2018
PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar ON 2017-2018PDF iconFramkvæmdaráætlun jafnréttisnefndar GR 2017-2018

Stjórn og stjórnun

Orkugeirinn hefur oft verið talinn karllægur geiri. Það er vilji stjórnenda að fyrirtækið sé öðrum fyrirtækjum í orkugeiranum fyrirmynd í því að standa vörð um hlut kvenna. Mikilvægt er að það sé aðlaðandi fyrir konur og karla að starfa í geiranum. Góður árangur hefur náðst í að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan Orkuveitunnar sem og í stjórnendastöðum. Konur í efsta stjórnunarlaginu sem birtist í skipuriti eru nú 51%

Stjórn Orkuveitunnar og dótturfélaga er skipuð körlum og konum. Kynjahlutfallið er eins og hér segir: 

  • Stjórn OR; 3 kk (50%) og 3 kvk (50%)
  • Stjórn Orku náttúrunnar; 3 kk (60%), 2 kvk (40%)
  • Stjórn Veitna; 3 kk (60%), 1 kvk (40%)
  • Stjórn Gagnaveitu Reykjavíkur;  3 kk (60%), 2 kvk (40%)

Starfsnám

Vinnustaðanám Veitna og ON

Veitur og Orka náttúrunnar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.

Fjórar stelpur og fjórir strákar geta sótt um samning til að ljúka sveinsprófi á 18 mánaða fresti.

Af hverju ætti ég að fara í iðnnám? 
Þú öðlast verkvit, lærir að búa til eigin verðmæti, skilur hvernig og af hverju hlutirnir virka.

Iðnir og tækni

Samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla

Frá árinu 2015 hefur nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla verið boðið upp á valáfanga sem ætlað er að vekja áhuga á iðn- og tæknistörfum. Nemendur fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og starfstækifærum sem iðn- og tækninám nýtist í. Átta stelpur og átta strákar sækja valáfangann þar sem þau heimsækja Orkuveituna og dótturfélög aðra hverja viku í fjórar klukkustundir í senn.

Námið er fjölbreytt og byggir á verklegum æfingum, vettvangsferðum og fræðslu. Iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar leiðbeinir nemendum og verður netið og samfélagsmiðlar nýtt í verkefni og námsmat.

Með áfanganum fá nemendur

  • Innsýn inn í iðn- og tæknistörf
  • Fræðslu um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveitu og ljósleiðara)
  • Menntun í umhverfismálum tengdum auðlindum
  • Reynslu af því hvernig er að vinna iðn- og tæknistörf

Nánari upplýsingar um Iðnir og tækni.