Jafnrétti

Jafnrétti

Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti og erum ákaflega stolt af því að hafa hlotið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014 og Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015. Þá höfum við undirritað Jafnréttissmáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Orkuveitan leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi:

 • Að jafna starfskjör karla og kvenna.
 • Að gera körlum og konum kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð.
 • Að jafna hlutfall kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja/hópa/sviða/deilda.
 • Að efla jafnréttismenningu starfsmanna OR samstæðunnar.
 • Að efla fræðslu og vitund starfsmanna um mikilvægi fjölbreytileika og umburðarlyndis.
 • Að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.
 • Að tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku.

Kynjaskipting starfsmanna

 

 

 

Unnið er eftir framkvæmdaráætlun jafnréttismála fyrir árin 2014-2016 þar sem unnið er markvisst að því að jafna stöðu kynjanna. Jafnréttisnefnd starfar innan Orkuveitunnar en hana skipa 5 starfsmenn , bæði konur og karlar. Hlutverk jafnréttisnefndar er að fylgja eftir jafnréttismarkmiðum fyrirtækisins en forstjóri ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Jafnréttisnefnd gefur út árskýrslu þar sem teknar eru saman lykiltölur í jafnréttismálum, og kynnt starfsmönnum.

Orkuveita Reykjavíkur fékk Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2003 og 2014. Viðurkenningin sem veitt var árið 2014 var fyrir markvisst og árangursríkt jafnréttisstarf innan fyrirtækisins. Jafnréttisstefna er óaðskiljanlegur hluti af starfsmannastefnu Orkuveitunnar.

Forstjóri Orkuveitunnar hefur skrifað undir Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er lýst yfir stuðningi við aukið jafnrétti kynjanna inna fyrirtækisins í þeim tilgangi að:false

 • Vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks til þess að efla hæfileikasvið fyrirtækisins 
 • Auka samkeppnishæfni fyrirtækisins
 • Standa við skuldbindingar fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni
 • Vera fyrirmynd starfsfólks með því að endurspegla þá samfélagsgerð sem við viljum að starfsmenn, samborgarar og fjölskyldur okkar búi við
 • Stuðla að efnahags- og félagslegum aðstæðum sem veita jafnt konum og körlum, stúlkum og drengjum tækifæri
 • Hlúa að sjálfbærri þróun í landinu

Stjórn og stjórnun

Orkugeirinn hefur oft verið talinn karllægur geiri. Það er vilji stjórnenda að fyrirtækið sé öðrum fyrirtækjum í orkugeiranum fyrirmynd í því að standa vörð um hlut kvenna. Mikilvægt er að það sé aðlaðandi fyrir konur og karla að starfa í geiranum. Góður árangur hefur náðst í að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan Orkuveitunnar sem og í stjórnendastöðum. Konur í efsta stjórnunarlaginu sem birtist í skipuriti eru nú 37,14%

Stjórn Orkuveitunnar og dótturfélaga er skipuð körlum og konum. Kynjahlutfallið er eins og hér segir: 

 • Stjórn OR; 3 kk (50%) og 3 kvk (50%)
 • Stjórn Orku Náttúrunnar; 3 kk (60%), 2 kvk(40)
 • Stjórn Veitna; 2 kk (67%), 1 kvk (33%)
 • Stjórn Gagnaveitu;  2 kk (67%), 1 kvk (33%)


Hlutfall kvenna af stjórnendum

 

 

Hlutfall kvenna með verk- og tæknimenntun

 

 

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Orkuveitu Reykjavíkur miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar,litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisáætlun:

Samkvæmt 18. grein Jafnréttislaga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber atvinnurekendum að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja. Jafnréttisstefnan er unnin af starfsmannamálum OR en aðgerðaráætlun er unnin af jafnréttisnefnd og ber forstjóri OR ábyrgð á framkvæmd hennar. Á tveggja ára fresti er aðgerðaráætlun jafnréttismála endurskoðuð. Innan Orkuveitunnar starfar jafnréttisnefnd sem gegnir því hlutverki að fylgja eftir jafnréttismarkmiðum fyrirtækisins. Jafnréttisnefndina skipa 5 starfsmenn Orkuveitunnar og dótturfélaga, bæði konur og karlar.  Jafnréttisstefnan gildir fyrir Orkuveituna og dótturfélög (VLJ-200 Starfshættir jafnréttisnefndar).

Orkuveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að að leiðarljósi:

 • Að jafna laun karla og kvenna.
 • Að jafna starfshlutfall kynja innan Orkuveitunnar og einstakra hópa/sviða/deilda.
 • Að tryggja hlut kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum.
 • Að gera starfsfólki kleift að samræma sem best fjölskyldu- og starfsábyrgð.
 • Að tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku.
 • Að efla jafnréttisvitund starfsmanna Orkuveitunnar.
 • Að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.

Við leggjum áherslu á að störf séu ekki flokkuð sem karla eða kvennastörf. Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta úr og stuðla að jafnrétti.

Við vitum að vinnustaðir þar sem bæði karlar og konur starfa saman eru betri.

Framkvæmdaráætlun jafnréttismála 2014-2016

Starfsnám

Vinnustaðanám Veitna og ON

Veitur og Orka náttúrunnar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.

Fjórar stelpur og fjórir strákar geta sótt um samning til að ljúka sveinsprófi á 18 mánaða fresti.

Af hverju ætti ég að fara í iðnnám? 
Þú öðlast verkvit, lærir að búa til eigin verðmæti, skilur hvernig og af hverju hlutirnir virka.

Iðnir og tækni

Samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla

Nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla er boðið upp á valáfanga sem er ætlað að vekja áhuga á iðn- og tæknistörfum. Nemendur fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og starfstækifærum sem iðn- og tækninám nýtist í. Átta stelpur og átta strákar sækja valáfangann veturinn 2015-2016 þar sem þau heimsækja Orkuveituna og dótturfélög aðra hverja viku í fjórar klukkustundir í senn.

Námið er fjölbreytt og byggir á verklegum æfingum, vettvangsferðum og fræðslu. Iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar leiðbeinir nemendum og verður netið og samfélagsmiðlar nýtt í verkefni og námsmat.

Með áfanganum fá nemendur

 • Innsýn inn í iðn- og tæknistörf
 • Fræðslu um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveitu og ljósleiðara)
 • Menntun í umhverfismálum tengdum auðlindum
 • Reynslu af því hvernig er að vinna iðn- og tæknistörf

Nánari upplýingar um Iðnir og tækni.