Vinnustaðurinn

Vinnustaðurinn

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnuumhverfi og möguleika starfsfólks til að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Hjá samstæðu OR vinna í kring um 450 manns.

Starfsmannastefna

 

Hjá OR starfar hæft og ánægt starfsfólk sem hefur metnað og burði til að sinna þeim verkefnum sem starfsemi fyrirtækisins kallar á. Áhersla er lögð á að beita markvissri starfsmannastjórnun. 

Samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður þar sem fagleg þekking og þjónustuvilji fer saman og aðbúnaður og kjör eru samkeppnishæf.

OR leggur áherslu á beita markvissri starfsmannastjórnun til að mannauður samstæðunnar nýtist sem best.

Lykiláherslur

 

Faglegar ráðningar

 • Ráðningar byggja á faglegu ráðningaferli þar sem gætt er að jafnræði og hlutleysi og val miðast við reynslu, menntun og hæfni til að takast á við starfið. 
 • Allir sem hefja störf hjá Orkuveitunni fá góðar móttökur og fræðslu um starfsemi fyrirtækisins og markvissa starfsþjálfun. 
 

Gott starfsumhverfi

 • Hjá OR er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. 
 • Lögð er áhersla á öryggi starfsfólks og heilsusamlegt vinnuumhverfi.  
 • Tæki og aðbúnaður starfsmanna er til fyrirmyndar. 
 • Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. 
 • Starfsmönnum eru skapaðar aðstæður til að samræma kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er. 
 

Frammistöðustjórnun

 • Hjá fyrirtækinu starfar hæft og áhugasamt starfsfólk sem leggur sig fram um að ná árangri. 
 • Starfsfólki eru falin verkefni við hæfi þar sem  styrkleikar  og frumkvæði hvers og eins fá að njóta sín.
 • Starfsmenn fá reglulega hreinskipta og uppbyggilega endurgjöf á frammistöðu sína​​​

Markviss starfsþróun

 • Fyrirtækið leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu. 
 • Lögð er áhersla á markvissa, fjölbreytta fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni til að ná árangri í starfi. 
 • Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á  virkri endurgjöf um frammistöðu. 
 • Starfsfólk fær tækifæri til að taka á sig aukna ábyrgð og vinna að fjölbreyttum verkefnum.

Samkeppnishæf starfskjör og umbun

 • Starfskjör og hlunnindi taka mið af eðli starfs, frammistöðu, ábyrgð, álagi, og markaðsaðstæðum.  
 • Allir starfsmenn eiga að njóta sömu virðingar og njóta jafnréttis til launa, umbunar og starfsþjálfunar. 

Greining og þekkingarmiðlun

 • Framþróun fyrirtækisins er háð því að vera með starfsfólk sem hefur rétta menntun, reynslu og þekkingu og því er lögð áhersla á markvissar greiningar til að tryggja að svo verði til framtíðar. 
 • Lögð er áhersla á að starfsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum til að sinna starfi sínu vel og að starfsfólk miðli þekkingu sinni til samstarfsmanna. 

 

 

Starfskjarastefna

Starfskjarastefna þessi er sett í samræmi við eigendastefnu Orkuveitu Reykjavíkur(OR) frá 2012, en þar segir í grein 6.4.3.:

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skal setja fyrirtækinu starfskjarastefnu sem felur í sér hófsemi varðandi laun- og starfskjör starfsfólks. Laun stjórnenda skulu standast samanburð við sambærileg störf, þó að teknu tilliti til þess að fyrirtækið er í eigu opinberra aðila. Launakjör stjórnenda og annars starfsliðs Orkuveitu Reykjavíkur skulu ekki vera leiðandi á vinnumarkaði.

Stefnan miðar að því að starfskjör fyrirtækisins séu samkeppnishæf, að það geti ráðið og haldið í hæft starfsfólk til að standa vörð um hlutverk fyrirtækisins.

Starfskjarastefnan hefur langtímahagsmuni OR að leiðarljósi, og skal stuðla að stöðugleika í rekstri og uppbyggingu þekkingar.

1. Starfskjör

Starfskjör í fyrirtækinu skulu vera samkeppnishæf við kjör í sambærilegum fyrirtækjum og að teknu tilliti til ákvæðis 6.4.3 í eigendastefnu OR. Launakerfi OR skal hafa jafnræði og gagnsæi að leiðarljósi og sambærileg laun skulu greidd fyrir sambærilegt vinnuframlag og árangur. Kynbundinn launamunur má ekki vera til staðar.

2. Stjórn

Stjórnarmönnum er greidd föst mánaðarleg þóknun í samræmi við ákvörðun aðalfundar. Starfskjaranefnd leggur fram tillögu til stjórnar um þóknun stjórnarmanna.

3. Forstjóri og innri endurskoðandi

Stjórn ræður forstjóra og innri endurskoðanda og ákveður starfskjör þeirra. Starfskjaranefnd OR skal endurskoða laun beggja árlega og gera tillögu til stjórnar um breytingar með tilliti til markmiða og mælikvarða fyrirtækisins eftir því sem við á og með hliðsjón af 1. gr. starfskjarastefnunnar.

4. Annað starfsfólk

Forstjóri ræður þá stjórnendur fyrirtækisins, sem heyra beint undir hann í skipuriti. Hann ákvarðar laun þeirra og endurskoðar þau reglulega í samræmi við 1. gr. starfskjarastefnunnar. Framkvæmdastjórar ráða annað starfsfólk og ákvarða laun þeirra og endurskoða þau, sömuleiðis í samræmi við 1. gr.

5. Starfslok

Ekki skal gera samninga við stjórnendur, sem fela í sér starfslokagreiðslur umfram skyldur þess samkvæmt lögum og kjarasamningum, nema með samþykki stjórnar.

6. Upplýsingagjöf

Starfskjarastefnan skal vera aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins. Gera skal árlega grein fyrir þóknun stjórnar, forstjóra og æðstu stjórnenda í samsvarandi þremur liðum í ársreikningi fyrirtækisins. Einnig skulu koma fram greiðslur vegna stjórnarsetu eða annarra ytri verkefna sem tengjast beint starfi viðkomandi í OR.

7. Eftirfylgni, endurskoðun og samþykkt starfskjarastefnu

Starfskjarastefna OR er samþykkt af stjórn sem leggur hana fyrir aðalfund. Starfskjaranefnd skal endurskoða starfskjarastefnu fyrirtækisins árlega og hefur eftirlit með að henni sé framfylgt.

Samþykkt á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þann 7. júní 2013.

Jafnrétti

Orkuveita Reykjavíkur leggur mikla áherslu á jafnrétti og erum ákaflega stolt af því að hafa hlotið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2014 og Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015. Þá höfum við undirritað Jafnréttissmáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Orkuveitan leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að leiðarljósi:

 • Að jafna starfskjör karla og kvenna.
 • Að gera körlum og konum kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð.
 • Að jafna hlutfall kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja/hópa/sviða/deilda.
 • Að efla jafnréttismenningu starfsmanna OR samstæðunnar.
 • Að efla fræðslu og vitund starfsmanna um mikilvægi fjölbreytileika og umburðarlyndis.
 • Að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.
 • Að tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku.

Kynjaskipting starfsmanna

 

 

 

Unnið er eftir framkvæmdaráætlun jafnréttismála fyrir árin 2014-2016 þar sem unnið er markvisst að því að jafna stöðu kynjanna. Jafnréttisnefnd starfar innan Orkuveitunnar en hana skipa 5 starfsmenn , bæði konur og karlar. Hlutverk jafnréttisnefndar er að fylgja eftir jafnréttismarkmiðum fyrirtækisins en forstjóri ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Jafnréttisnefnd gefur út árskýrslu þar sem teknar eru saman lykiltölur í jafnréttismálum, og kynnt starfsmönnum.

Orkuveita Reykjavíkur fékk Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2003 og 2014. Viðurkenningin sem veitt var árið 2014 var fyrir markvisst og árangursríkt jafnréttisstarf innan fyrirtækisins. Jafnréttisstefna er óaðskiljanlegur hluti af starfsmannastefnu Orkuveitunnar.

Forstjóri Orkuveitunnar hefur skrifað undir Jafnréttissáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er lýst yfir stuðningi við aukið jafnrétti kynjanna inna fyrirtækisins í þeim tilgangi að:false

 • Vera með fjölbreyttan hóp starfsfólks til þess að efla hæfileikasvið fyrirtækisins 
 • Auka samkeppnishæfni fyrirtækisins
 • Standa við skuldbindingar fyrirtækisins um samfélagslega ábyrgð og sjálfbærni
 • Vera fyrirmynd starfsfólks með því að endurspegla þá samfélagsgerð sem við viljum að starfsmenn, samborgarar og fjölskyldur okkar búi við
 • Stuðla að efnahags- og félagslegum aðstæðum sem veita jafnt konum og körlum, stúlkum og drengjum tækifæri
 • Hlúa að sjálfbærri þróun í landinu

Stjórn og stjórnun

Orkugeirinn hefur oft verið talinn karllægur geiri. Það er vilji stjórnenda að fyrirtækið sé öðrum fyrirtækjum í orkugeiranum fyrirmynd í því að standa vörð um hlut kvenna. Mikilvægt er að það sé aðlaðandi fyrir konur og karla að starfa í geiranum. Góður árangur hefur náðst í að auka hlut kvenna með verk- og tæknimenntun innan Orkuveitunnar sem og í stjórnendastöðum. Konur í efsta stjórnunarlaginu sem birtist í skipuriti eru nú 37,14%

Stjórn Orkuveitunnar og dótturfélaga er skipuð körlum og konum. Kynjahlutfallið er eins og hér segir: 

 • Stjórn OR; 3 kk (50%) og 3 kvk (50%)
 • Stjórn Orku Náttúrunnar; 3 kk (60%), 2 kvk(40)
 • Stjórn Veitna; 2 kk (67%), 1 kvk (33%)
 • Stjórn Gagnaveitu;  2 kk (67%), 1 kvk (33%)


Hlutfall kvenna af stjórnendum

 

 

Hlutfall kvenna með verk- og tæknimenntun

 

 

Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna Orkuveitu Reykjavíkur miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar án tillits til kynferðis, aldurs, kynhneigðar, trúarbragða, skoðana, þjóðernis, kynþáttar,litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.

Jafnréttisáætlun:

Samkvæmt 18. grein Jafnréttislaga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, ber atvinnurekendum að vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækja. Jafnréttisstefnan er unnin af starfsmannamálum OR en aðgerðaráætlun er unnin af jafnréttisnefnd og ber forstjóri OR ábyrgð á framkvæmd hennar. Á tveggja ára fresti er aðgerðaráætlun jafnréttismála endurskoðuð. Innan Orkuveitunnar starfar jafnréttisnefnd sem gegnir því hlutverki að fylgja eftir jafnréttismarkmiðum fyrirtækisins. Jafnréttisnefndina skipa 5 starfsmenn Orkuveitunnar og dótturfélaga, bæði konur og karlar.  Jafnréttisstefnan gildir fyrir Orkuveituna og dótturfélög (VLJ-200 Starfshættir jafnréttisnefndar).

Orkuveita Reykjavíkur leggur metnað sinn í að gæta jafnréttis milli starfsmanna fyrirtækisins með því að hafa eftirfarandi atriði að að leiðarljósi:

 • Að jafna laun karla og kvenna.
 • Að jafna starfshlutfall kynja innan Orkuveitunnar og einstakra hópa/sviða/deilda.
 • Að tryggja hlut kvenna í ábyrgðar- og stjórnunarstöðum.
 • Að gera starfsfólki kleift að samræma sem best fjölskyldu- og starfsábyrgð.
 • Að tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanatöku.
 • Að efla jafnréttisvitund starfsmanna Orkuveitunnar.
 • Að vinna gegn kynbundinni og kynferðislegri áreitni innan fyrirtækisins.

Við leggjum áherslu á að störf séu ekki flokkuð sem karla eða kvennastörf. Við ætlum að gera allt sem við getum til að bæta úr og stuðla að jafnrétti.

Við vitum að vinnustaðir þar sem bæði karlar og konur starfa saman eru betri.

Framkvæmdaráætlun jafnréttismála 2014-2016

Starfsnám

Vinnustaðanám Veitna og ON

Veitur og Orka náttúrunnar sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.

Fjórar stelpur og fjórir strákar geta sótt um samning til að ljúka sveinsprófi á 18 mánaða fresti.

Af hverju ætti ég að fara í iðnnám? 
Þú öðlast verkvit, lærir að búa til eigin verðmæti, skilur hvernig og af hverju hlutirnir virka.

Iðnir og tækni

Samstarfsverkefni Orkuveitunnar og Árbæjarskóla

Nemendum í 10. bekk Árbæjarskóla er boðið upp á valáfanga sem er ætlað að vekja áhuga á iðn- og tæknistörfum. Nemendur fá að kynnast þeim fjölbreyttu störfum og starfstækifærum sem iðn- og tækninám nýtist í. Átta stelpur og átta strákar sækja valáfangann veturinn 2015-2016 þar sem þau heimsækja Orkuveituna og dótturfélög aðra hverja viku í fjórar klukkustundir í senn.

Námið er fjölbreytt og byggir á verklegum æfingum, vettvangsferðum og fræðslu. Iðn- og tæknimenntað starfsfólk Orkuveitunnar leiðbeinir nemendum og verður netið og samfélagsmiðlar nýtt í verkefni og námsmat.

Með áfanganum fá nemendur

 • Innsýn inn í iðn- og tæknistörf
 • Fræðslu um lífæðar samfélagsins (vatn, rafmagn, fráveitu og ljósleiðara)
 • Menntun í umhverfismálum tengdum auðlindum
 • Reynslu af því hvernig er að vinna iðn- og tæknistörf

Nánari upplýingar um Iðnir og tækni.

Starfsþróun

Framþróun OR er háð því að vera með starfsfólk með rétta menntun, reynslu og þekkingu sem vinnur af áhuga að markmiðum fyrirtækisins. 

Fyrirtækið vill hlúa að starfsþróun og undirbúa starfsmenn undir framtíðarverkefni með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu.  Á árinu 2013 voru haldnir um 160 fræðsluviðburðir innan OR af fjölbreyttum toga. Að meðaltali sótti hverstarfsmaður tíu þeirra.

FJÖLDI FRÆÐSLUVIÐBURÐA

 

OR leggur mikið upp úr að vel sé staðið að móttöku nýrra starfsmanna og fá allir nýir starfsmenn nýliðafræðslu og úthlutaðan starfsfóstra til að styðja nýjan starfsmann í starfi fyrstu mánuðina. 

Orkuveita Reykjavíkur vill vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum og einsetur sér að vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða íbúi bíður heilsutjón af starfi sínu eða vegna starfseminnar.

 

MENNTUN STARFSFÓLKS

SKIPTING MILLI STARFAFLOKKA

 

 

Starfsfólk

Starfsfólk OR samstæðunnar vinnur að öflun og dreifingu orku og vatns og sinnir alhliða þjónustu við viðskiptavini. Höfuðstöðvar OR eru að Bæjarhálsi í Reykjavík. Hjá okkur er sameiginleg starfsmannastefna og starfandi jafnréttisnefnd. Á hverju sumri ráðum við nemendur úr framhaldsskólum og af háskólastigi. Nemendur af framhaldsskólastigi sinna margvíslegum viðhaldsverkefnum og umhverfisbótum, en háskólanemar eru ráðnir til þess að vinna að verkefnum sem tengjast sérhæfingu þeirra í námi.

Fjöldi starfsfólks OR og dótturfyrirtækja er  um 450 manns. Starfsmannaskrár dótturfélaga OR má skoða hér : Veitur // Orka nátturunnar // Gagnaveita Reykjavíkur

 
Albert I Ingimundarson
Matreiðslumeistari
Albert.I.Ingimundarson@or.is
Anette Kærgaard Mortensen
Jarðfræðingur
Anette.Kaergaard.Mortensen@or.is
Anna Margrét Björnsdóttir
Skjalastjóri
Anna.Margret.Bjornsdottir@or.is
Anna María Oddsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Anna.Maria.Oddsdottir@or.is
Anton Sigurjónsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Anton.Sigurjonsson@or.is
Ásdís Eir Símonardóttir
Mannauðssérfræðingur
Asdis.Eir.Simonardottir@or.is
Ásdís Marísdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
asdis.marisdottir.gilsfjord@or.is
Ásgeir Westergren
Forstöðumaður áhættustýringar
Asgeir.Westergren@or.is
Ásta Dögg Sigurðardóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Asta.Dogg.Sigurdardottir@or.is
Ástríður Jónsdóttir
Ræstingamaður
Astridur.Jonsdottir@or.is
Aðalsteinn Guðjónsson
Sérfræðingur í innkaupum
Adalsteinn.Gudjonsson@or.is
Bára Jónsdóttir
Lögfræðingur
Bara.Jonsdottir@or.is
Belinda Eir Engilbertsdóttir
Sérfræðingur lendna og lóða
Belinda.Eir.Engilbertsdottir@or.is
Benedikt Jónsson
Yfirmatreiðslumeistari
Benedikt.Jonsson@or.is
Bergur Sigfússon
Sérfræðingur í jarðhitarannsóknum
Bergur.Sigfusson@or.is
Birgitta Vigfúsdóttir
Þjónustustjóri innkaupa
Birgitta.Vigfusdottir@or.is
Bjarni Bjarnason
Forstjóri
Bjarni.Bjarnason@or.is
Bjarni Freyr Bjarnason
Aðstoðarmaður framkvæmdastjóra fjármála
Bjarni.Freyr.Bjarnason@or.is
Bjarni Jón Agnarsson
Kerfisstjóri
bjarni.jon.agnarsson@or.is
Bjarni Reyr Kristjánsson
Sérfræðingur jarðfræðirannsóknir
Bjarni.Reyr.Kristjansson@or.is
Björgvin K Þorvaldsson
Ábyrgðarmaður verkbókhalds og innfærslu landuppl.gagna
Bjorgvin.Thorvaldsson@veitur.is
Bryndís Ernstsdóttir
Mannauðssérfræðingur
Bryndis.Ernstsdottir@or.is
Bryndís María Leifsdóttir
Forstöðumaður Reikningshalds
Bryndis.Maria.Leifsdottir@or.is
Bryndís Viðarsdóttir
Ræstingamaður
Bryndis.Vidarsdottir@or.is
Brynja Kolbrún Pétursdóttir
Forstöðumaður fjárstýringar- og greininga
Brynja.Kolbrun.Petursdottir@or.is
Brynjar Darri Jónasson
Tæknimaður í notendaþjónustu
Brynjar.Darri.Jonasson@or.is
Daníel Ingi Jóhannsson
Matreiðslumeistari
Daniel.Ingi.Johannsson@or.is
Davíð Baldur Sigurðsson
Kerfisstjóri
David.Baldur.Sigurdsson@or.is
Davíð Örn Ólafsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
David.Orn.Olafsson@or.is
Dröfn Harðardóttir
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Drofn.Hardardottir@or.is
Edda Sif Pind Aradóttir
Sérfræðingur í efna og forðafræði
Edda.Sif.Aradottir@or.is
Egill Jónasson
Umsjón með mælaþjónustu
Egill.Jonasson@or.is
Einar Gunnlaugsson
Auðlindastjóri
einar.gunnlaugsson@or.is
Einar Ólafsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Einar.Olafsson@or.is
Einar Örn Jónsson
Verkefnastjóri markaðsmál
Einar.Orn.Jonsson@or.is
Eiríkur Hjálmarsson
Upplýsingafulltrúi
Eirikur.Hjalmarsson@or.is
Elín Björg Smáradóttir
Lögfræðingur
elin.smaradottir@or.is
Elín Margrét Jóhannsdóttir
Framreiðslumeistari
Elin.Margret.Johannsdottir@or.is
Eva Rut Eiríksdóttir
Ræsting - afleysing
Eva.Rut.Eiriksdottir@or.is
Eyþór Fannar Valgeirsson
Vörustjóri
Eythor.Fannar.Valgeirsson@or.is
Eyþór Frímannsson
Hugbúnaðarsérfræðingur
Eythor.Frimannsson@or.is
Felix Ragnarsson
Matreiðslumaður
felix.ragnarsson@or.is
Filippus Hróðmar Birgisson
Umsýslumaður vöruþjónusta skutla
Filippus.Hrodmar.Birgisson@or.is
Gísli Björn Björnsson
Sérfræðingur í fjár- og áhættustýringu
Gisli.Bjorn.Bjornsson@or.is
Gísli Guðmundsson
Sérfræðingur í vef- og samfélagsmiðlum
Gisli.Gudmundsson@or.is
Gréta Guðnadóttir
Sérfræðingur í reikningshaldi
Greta.Gudnadottir@or.is
Gretar Ívarsson
Sérfræðingur í jarðfræðirannsóknum
Gretar.Ivarsson@or.is
Gunnar S Valdimarsson
Umsýslumaður vöruþjónusta áhaldavarsla
gunnar.valdimarsson@or.is
Gunnar Þór Gunnarsson
Sérfræðingur í forðafræðirannsóknum
gunnar.gunnarsson@or.is
Guðlaug R Sturludóttir Snæfeld
Ræstingamaður
Gudlaug.Sturludottir.Snaefeld@or.is
Guðleifur M Kristmundsson
Sérfræðingur í kerfisrannsóknum og líkanagerð
gudleifur.kristmundsson@or.is
Guðmundur I Bergþórsson
Framkvæmdastjóri Innri endurskoðunar
Gudmundur.I.Bergthorsson@or.is
Guðný Halla Hauksdóttir
Forstöðumaður Þjónustuvers og innheimtu
Gudny.Halla.Hauksdottir@or.is
Guðný Helga Helgadóttir
Tæknimaður í notendaþjónustu
Gudny.Helga.Helgadottir@or.is
Guðrún Björg Halldórsdóttir
Umsjónarmaður mælalagers
Gudrun.Bjorg.Halldorsdottir@or.is
Guðrún Erla Jónsdóttir
Stefnustjóri
Gudrun.Erla.Jonsdottir@or.is
Guðrún Jóhannesdóttir
Ræstingamaður
Gudrun.Johannesdottir@or.is
Hafliði Hjartarson
Tæknimaður í notendaþjónustu
Haflidi.Hjartarson@or.is
Halla Björk Grímsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Halla.Bjork.Grimsdottir@or.is
Halldór Bergmann
Sýnatökumaður.
Halldor.Bergmann@or.is
Halldór Valur Geirsson
Hópstjóri vöruþjónusta
Halldor.Valur.Geirsson@or.is
Halldóra Magný Baldursdóttir
Fulltrúi gæðamála
halldora.baldursdottir@or.is
Haukur Eiríksson
Sérfræðingur í Orku
Haukur.Eiriksson@or.is
Heiða Aðalsteinsdóttir
Sérfræðingur í skipulagsmálum
Heida.Adalsteinsdottir@or.is
Heiðrún Líndal Karlsdóttir
Launa- og þjónustufulltrúi
heidrun.karlsdottir@or.is
Helga Hrönn Gunnarsdóttir
Innfærslumaður verkupplýsinga
helga.hronn.gunnarsdottir@or.is
Hildigunnur H. H. Thorsteinsson
Framkvæmdastjóri Þróun
Hildigunnur.H.Thorsteinsson@or.is
Hjalti Ben Ágústsson
Raftækniumsjónarmaður
hjalti.ben@or.is
Hjördís Rún Oddsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Hjordis.Run.Oddsdottir@or.is
Hólmfríður Sigurðardóttir
Umhverfisstjóri
holmfridur.sigurdardottir@or.is
Hrafnhildur Arna Nielsen
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Hrafnhildur.Arna.Nielsen@or.is
Hrönn Ingólfsdóttir
Sérfræðingur í áhættugreiningu
Hronn.Ingolfsdottir@or.is
Hróðný Njarðardóttir
Hópstjóri Rekstrarþjónusta
Hrodny.Njardardottir@or.is
Hulda Heiðarsdóttir
Bókari
Hulda.Heidarsdottir@or.is
Inga Jytte Þórðardóttir
Bókari
inga.jytte.thordardottir@or.is
Ingibjörg Sif Fjeldsted
Bókari
ingibjorg.sif.fjeldsted@or.is
Ingibjörg Sverrisdóttir
Ritari forstjóra
ingibjorg.sverrisdottir@or.is
Ingimar Kristján Steinþórsson
Umsjón fasteigna
Ingimar.Kristjan.Steinthorsson@or.is
Ingvar Stefánsson
Framkvæmdastjóri Fjármál
Ingvar.Stefansson@or.is
Ingvar Þór Þorsteinsson
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Ingvar.Thor.Thorsteinsson@or.is
Ingveldur B Frímannsdóttir
Bókari
Ingveldur.Frimannsdottir@or.is
Ingveldur J Valsdóttir
Gjaldkeri
Ingveldur.Valsdottir@or.is
Ingvi Gunnarsson
Sérfræðingur í jarðefnarannsóknum
Ingvi.Gunnarsson@or.is
Íris Adolfsdóttir
Bókari
iris.adolfsdottir@or.is
Íris Eva Einarsdóttir
Jarðfræðinemi
Iris.Eva.Einarsdottir@or.is
Íris Lind Sæmundsdóttir
Lögfræðingur
Iris.Lind.Saemundsdottir@or.is
Jakob Sigurður Friðriksson
Viðskiptaþróunarstjóri
jakob.sigurdur.fridriksson@or.is
Jóhanna Björk Sveinsdóttir
Sérfræðingur í innkaupum
Johanna.Bjork.Sveinsdottir@or.is
Jóhanna Ingvarsdóttir
Ræstingamaður
Johanna.Ingvarsdottir@or.is
Jón Árni Jóhannesson
Umsjónarmaður mötuneytis Hellisheiði
Jon.Arni.Johannesson@or.is
Jón Rafn Gunnarsson
Umsjónarmaður vatnsþjónustu
jon.rafn.gunnarsson@or.is
Júlía Rut Kristjánsdóttir
Ræsting - afleysing
Julia.Rut.Kristjansdottir@or.is
Katrín Louise Hamilton
Mötuneytisstarfsmaður
Katrin.Louise.Hamilton@or.is
Kenneth Breiðfjörð
Forstöðumaður Innkaup og rekstrarþjónusta
Kenneth.Breidfjord@or.is
Kristjana Eyjólfsdóttir
Sérfræðingur í skjalamálum
Kristjana.Eyjolfsdottir@or.is
Kristjana Kjartansdóttir
Gæðastjóri
Kristjana.Kjartansdottir@or.is
Magdalena Kosiak
Ræstingamaður
Magdalena.Kosiak@or.is
María Ósk Birgisdóttir
Sérfræðingur í fjárstýringu og greiningum
Maria.Osk.Birgisdottir@or.is
María Thors
Luk Sérfræðingur
maria.thors@or.is
Markús Sveinn Kötterheinrich
Hugbúnaðarsérfræðingur
Markus.Kotterheinrich@or.is
Marta Jóhannesdóttir
Starfsmaður í tímabundnu starfi
Marta.Johannesdottir@or.is
Monika Gabriela Swistak Kopacka
Mötuneytisstarfsmaður
Monika.Kopacka@or.is
Ólafur Þór Leifsson
Lögfræðingur
Olafur.Thor.Leifsson@or.is
Olgeir Helgason
Sérfræðingur í stjórnunarkerfum
olgeir.helgason@or.is
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
Upplýsingafulltrúi
Olof.Snaeholm.Baldursdottir@or.is
Pálmi Sigurðsson
Sérfræðingur í netkerfum
Palmi.Sigurdsson@or.is
Pálmi Símonarson
Sérfræðingur í viðskiptagreind
Palmi.Simonarson@or.is
Petrína Eyjólfsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Petrina.Eyjolfsdottir@or.is
Reynir Guðjónsson
Öryggisstjóri
Reynir.Gudjonsson@or.is
Salmann Héðinn Árnason
Tæknimaður í notendaþjónustu
Salmann.Hedinn.Arnason@or.is
Sigríður Elín Sveinsdóttir
Sérfræðingur í tímabundnum verkefnum
Sigridur.Elin.Sveinsdottir@or.is
Sigríður Guðlaug Halldórsdóttir
Mötuneytisstarfsmaður
Sigridur.Gudlaug.Halldorsdottir@or.is
Sigríður Guðmundsdóttir
Umsjón fasteigna
Sigridur.Gudmundsdottir@or.is
Sigríður K Sigurbjörnsdóttir
Umsjón fasteigna og ræstinga
Sigridur.Kolbrun.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigrún Áskelsdóttir
Bókari
sigrun.askelsdottir@or.is
Sigrún Sif Sigurðardóttir
Sérfræðingur á rannsóknarstofu
Sigrun.Sif.Sigurdardottir@or.is
Sigrún Viktorsdóttir
Forstöðumaður Þjónustustýring
Sigrun.Viktorsdottir@or.is
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
Ræstingamaður
Sigurbjorg.Elin.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir
Bókari í fjárhagsbókhaldi
Sigurbjorg.Sigurbjornsdottir@or.is
Sigurður Gunnar Benediktsson
Þjónustustjóri innkaupa
Sigurdur.Gunnar.Benediktsson@or.is
Simon Klüpfel
Sérfræðingur í forðafræðirannsóknum
simon.kluepfel@or.is
Skúli Skúlason
Framkvæmdastjóri Þjónusta
Skuli.Skulason@or.is
Sólrún Kristjánsdóttir
Starfsmannastjóri
Solrun.Kristjansdottir@or.is
Steinar Kjartansson
Vörustjóri
Steinar.Kjartansson@or.is
Steinþór Steinþórsson
Kerfisstjóri
steinthor.steinthorsson@or.is
Sæmundur Friðjónsson
Forstöðumaður Upplýsingatækni
Saemundur.Fridjonsson@or.is
Sæunn Elsa Sigurðardóttir
Bókari í fjárhagsbókhaldi
Saeunn.Elsa.Sigurdardottir@or.is
Trausti Kristinsson
Sýnatökumaður
Trausti.Kristinsson@or.is
Úlfar Árnason
Kerfisstjóri
ulfar.arnason@or.is
Unnur Jónsdóttir
Sérfræðingur í vinnuverndarmálum
Unnur.Jonsdottir@or.is
Víðir Ragnarsson
Mannauðssérfræðingur
Vidir.Ragnarsson@or.is
Þóranna Björg Héðinsdóttir
Launafulltrúi
Thoranna.Bjorg.Hedinsdottir@or.is
Þorbjörg Bjarnadóttir
Rekstrarstjóri Reikningaþjónustu
thorbjorg.bjarnadottir@or.is
Þorgeir Einarsson
Tækniþróunarstjóri
thorgeir.einarsson@or.is
Þorleifur Kristmundsson
Skrifstofumaður
thorleifur.kristmundsson@or.is
Þorsteinn Ari Þorgeirsson
Sérfræðingur á Þróunarsviði
Thorsteinn.Ari.Thorgeirsson@or.is
Þorvaldur Finnbogason
Rekstrarstjóri Mæla- og notendaþjónustu
thorvaldur.finnbogason@or.is

Sækja um starf

OR er sífellt í leit að metnaðarfullu og góðu fólki til starfa. Áhersla er lögð á sveigjanlegt umhverfi og fjölskylduvænan vinnutíma. Mikil áhersla er lögð á jafnrétti og nýtur OR jafnlaunavottunar PwC. Tvisvar hefur fyrirtækið fengið Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs auk Hvatningarverðlauna jafnréttismála. 

Smelltu hér til að sækja um starf