Stjórn

Kjöri núverandi stjórnar OR var lýst á aðalfundi 28. júní 2018. Hún kom til síns fyrsta fundar 27. ágúst 2018.

 

Stjórnina skipa, frá vinstri; Guðjón Viðar Guðjónsson, Hildur Björnsdóttir, Gylfi Magnússon, varaformaður, Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar, Kjartan Magnússon og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Áheyrnarfulltrúi er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. 

Þessi eru varamenn: Auður Hermanndóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Geir Guðjónsson. Varaáheyrnarfulltrúi er Lilja Björg Ágústsdóttir.

PDF iconStarfsreglur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
 

Tvær nefndir starfa á vegum stjórnar OR:

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfar fyrir Reykjavíkurborg og þar með talið dótturfyrirtæki hennar. Endurskoðunarnefndina skipa  Ólafur B. Kristinsson löggiltur endurskoðandi, sem er formaður, Ingvar Garðarsson löggiltur endurskoðandi, Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður og  Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur sem tilnefnd er af stjórn OR. Nánari upplýsingar um störf endurskoðunarnefndar má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd var sett á fót í janúar 2013. Hún er sett á fót í samræmi við áskilnað í Eigendastefnu OR að fyrirtækið móti sér starfskjarastefnu. Nefndina skipa stjórnarmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og Kjartan Magnússon auk Ástu Bjarnadóttur, doktors í vinnu- og skipulagssálfræði.

Áhættustefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 28.11.2016]

Meginmarkmið áhættustefnu er að tryggja að Orkuveita Reykjavíkur geti sinnt grunnhlutverki sínu á sem hagstæðastan máta með lágmarksáhættu. Þetta gerir OR með því að:

  • draga úr sveiflum í afkomu samstæðunnar á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættu í rekstrinum og að áhættuþættir séu ávallt innan skilgreindra marka sem stjórnin setur og er skráð í áhættuhandbók. Mynd að neðan tilgreinir helstu áhættuþætti í samstæðu OR.
  • tryggja að OR hafi nægt fé til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og reglulegri starfsemi
  • stuðla skal að því að OR hafi aðgang að fjölbreyttri fjármögnun frá mörgum fjármálastofnunum og treysta ekki um of á eina tegund fjármögnunar umfram aðra

Stjórn felur áhætturáði að framfylgja áhættustefnu í rekstri OR og innan marka sem sett eru í áhættuhandbók. Breytingar á mörkum krefjast samþykktar stjórnar OR.

Áhættustefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

 

Arðstefna

Samþykkt um arðgreiðsluskilyrði er gerð í samræmi við ákvæði í eigendastefnu OR. Í henni er gert ráð fyrir að stjórn samþykki arðstefnu fyrir fyrirtækið, sem hljóta skuli staðfestingu eigenda. Í samþykktinni eru fjárhagslegir mælikvarðar, sem uppfylltir skulu, áður en til arðgreiðslu kemur og arðgreiðslur mega ekki brjóta gegn.

Eigendur OR eru þrír; Reykjavíkurborg (93,5%), Akraneskaupstaður (5,5%) og Borgarbyggð (1%). Sveitarstjórnir allra eigenda hafa samþykkt tillögu stjórnar um að OR greiði eigendum ekki arð nema að fjárhagsstaða fyrirtækisins uppfylli tiltekin skilyrði. Þau snúa meðal annars að eiginfjárhlutfalli, lausafjárstöðu, skuldsetningu og hlutfalli hagnaðar sem greiða má út í formi arðs. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum sveitarfélögunum.Skilyrðin eru þessi:

 2016-20182019-
1. Veltufjárhlutfall>1,0>1,0
2. Eiginfjárhlutfall>35%>40%
3. FFO vaxtaþekja>3,5>3,5
4. RCF / nettó skuldir>11%>13%
5. FFO / nettó skuldir>13%>17%
6. Hlutfall arðs af hagnaði hvers árs≤50%≤50%

 

Skilgreiningar:

FFO = Handbært fé frá rekstri (e. funds from operation)
FCF = Heildarsjóðstreymi (e. free cash flow)
Nettó skuldir = Vaxtaberandi skuldir – handbært fé
EBITDA = Rekstarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir
FFO Vaxtaþekja = mælir getu fyrirtækis til að standa við vaxtagreiðslur af skuldbindingum sínum
RCF = Handbært fé frá rekstri - arðgreiðslur

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu. 

Stefna um samfélagsábyrgð

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 28.05.2018]

Stefna Orkuveitu Reykjavíkur um samfélagsábyrgð byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við leiðarljós í eigendastefnu fyrirtækisins.

OR gefur reglubundið með greinargóðum og gegnsæjum hætti upplýsingar um frammistöðu fyrirtækisins hvað varðar grunnstoðir sjálfbærni og samfélagsábyrgðar; umhverfi, samfélag, stjórnhætti, fjárhag og vinnustaðinn sjálfan.

Sýna skal fram fram á það með reglubundinni skýrslugjöf hvernig starfsemi OR styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

OR kallar eftir skoðunum hagsmunaaðila á því hvort fyrirtækin í samstæðunni standa undir samfélagslegri ábyrgð sinni og bregst við ábendingum með ábyrgum hætti.