Arðstefna

Samþykkt um arðgreiðsluskilyrði er gerð í samræmi við ákvæði í eigendastefnu OR. Í henni er gert ráð fyrir að stjórn samþykki arðstefnu fyrir fyrirtækið, sem hljóta skuli staðfestingu eigenda. Í samþykktinni eru fjárhagslegir mælikvarðar, sem uppfylltir skulu, áður en til arðgreiðslu kemur og arðgreiðslur mega ekki brjóta gegn.

Eigendur OR eru þrír; Reykjavíkurborg (93,5%), Akraneskaupstaður (5,5%) og Borgarbyggð (1%). Sveitarstjórnir allra eigenda hafa samþykkt tillögu stjórnar um að OR greiði eigendum ekki arð nema að fjárhagsstaða fyrirtækisins uppfylli tiltekin skilyrði. Þau snúa meðal annars að eiginfjárhlutfalli, lausafjárstöðu, skuldsetningu og hlutfalli hagnaðar sem greiða má út í formi arðs. Tillagan var samþykkt samhljóða af öllum sveitarfélögunum.Skilyrðin eru þessi:

 2016-20182019-
1. Veltufjárhlutfall>1,0>1,0
2. Eiginfjárhlutfall>35%>40%
3. FFO vaxtaþekja>3,5>3,5
4. RCF / nettó skuldir>11%>13%
5. FFO / nettó skuldir>13%>17%
6. Hlutfall arðs af hagnaði hvers árs≤50%≤50%

 

Skilgreiningar:

FFO = Handbært fé frá rekstri (e. funds from operation)
FCF = Heildarsjóðstreymi (e. free cash flow)
Nettó skuldir = Vaxtaberandi skuldir – handbært fé
EBITDA = Rekstarhagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir
FFO Vaxtaþekja = mælir getu fyrirtækis til að standa við vaxtagreiðslur af skuldbindingum sínum
RCF = Handbært fé frá rekstri - arðgreiðslur

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu.