Stjórn

Kjöri núverandi stjórnar OR var lýst á aðalfundi 28. júní 2018. Hún kom til síns fyrsta fundar 27. ágúst 2018.

 

Stjórnina skipa, frá vinstri; Guðjón Viðar Guðjónsson, Hildur Björnsdóttir, Gylfi Magnússon, varaformaður, Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar, Kjartan Magnússon og Sigríður Rut Júlíusdóttir. Áheyrnarfulltrúi er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. 

Þessi eru varamenn: Auður Hermanndóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir, Björn Gíslason og Geir Guðjónsson. Varaáheyrnarfulltrúi er Lilja Björg Ágústsdóttir.

PDF iconStarfsreglur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
 

Tvær nefndir starfa á vegum stjórnar OR:

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfar fyrir Reykjavíkurborg og þar með talið dótturfyrirtæki hennar. Endurskoðunarnefndina skipa Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Sigrún Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og löggiltur endurskoðandi og Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur sem tilnefnd er af stjórn OR. Nánari upplýsingar um störf endurskoðunarnefndar má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd var sett á fót í janúar 2013. Hún er sett á fót í samræmi við áskilnað í Eigendastefnu OR að fyrirtækið móti sér starfskjarastefnu. Nefndina skipa stjórnarmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og Kjartan Magnússon auk Drífu Sigurðardóttur.

Áhættustefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 22.10.2018]

Meginmarkmið áhættustefnu er að tryggja að Orkuveita Reykjavíkur geti sinnt grunnhlutverki sínu á sem hagstæðastan máta með lágmarksáhættu. Þetta gerir OR með því að:

  • draga úr sveiflum í afkomu samstæðunnar á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættu í rekstrinum og að áhættuþættir séu ávallt innan skilgreindra marka sem stjórnin setur og er skráð í áhættuhandbók. Mynd að neðan tilgreinir helstu áhættuþætti í samstæðu OR.
  • tryggja að OR hafi nægt fé til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og reglulegri starfsemi.
  • stuðla skal að því að OR hafi aðgang að fjölbreyttri fjármögnun frá mörgum fjármálastofnunum og treysta ekki um of á eina tegund fjármögnunar umfram aðra

Stjórn felur áhætturáði að framfylgja áhættustefnu í rekstri OR og innan marka sem sett eru í áhættuhandbók. Breytingar á mörkum krefjast samþykktar stjórnar OR.

Áhættustefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

Áhættur í rekstri OR

 

Arðgreiðslustefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 22.10.2018 og staðfest á eigendafundi 30.11.2018]

Arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavikur felur í sér að arðgreiðslur séu að jafnaði greiddar til eigenda að fjárhagslegum skilyrðum uppfylltum, m.a. að fjárhagslegur styrkleiki fyrirtækisins sé nægur og nægt laust fé sé til staðar til reksturs og fjárfestinga félagsins.

Jafnframt skal arðsemi af rekstri samstæðunnar vera innan lágmarksviðmiðs um arðsemi sem kveðið er á um í arðsemistefnu félagsins. Stefna skal að viðvarandi og stöðugum arðgreiðslum til eigenda að því marki að þær ógni ekki fjárhagsstöðu samstæðunnar til framtíðar litið.

Fjárhagsskilyrðin, sem ákvörðuð eru hér að neðan, snúa meðal annars að stöðu og horfum eftirfarandi þátta: eiginfjárhlutfall, lausafjárstaða, skuldsetning, fjárfestingar og rekstur félagsins. Skilyrðin skulu uppfyllt áður en til arðgreiðslu kemur og að henni lokinni án þess að fjárhagslegum skilyrðum sé ógnað til framtíðar litið.

Skilyrðin eru þessi og gilda um árslokastöðu skv. reikningsskilum samstæðunnar og fjárhagsáætlun næstu ára að teknu tilliti til arðgreiðslu.

 2016-2018Frá og með 2019
1. Veltufjárhlutfall>1,0>1,0
2. Eiginfjárhlutfall>35%>40%
3. FFO vaxtaþekja>3,5>3,5
4. RCF / nettó skuldir>11%>13%
5. FFO / nettó skuldir>13%>17%
6. Hlutfall arðs af hagnaði hvers árs≤50%≤50%

 

Skilgreiningar:

FFO = Handbært fé frá rekstri (e. funds from operation)
Nettó skuldir = Vaxtaberandi skuldir – handbært fé – aðrar vaxtaberandi fjáreignir
FFO Vaxtaþekja = mælir getu fyrirtækis til að standa við vaxtagreiðslur af skuldbindingum sínum
RCF = Handbært fé frá rekstri – arðgreiðslur.

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðunnar.

Stefna um samfélagsábyrgð

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 28.05.2018]

Stefna Orkuveitu Reykjavíkur um samfélagsábyrgð byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við leiðarljós í eigendastefnu fyrirtækisins.

OR gefur reglubundið með greinargóðum og gegnsæjum hætti upplýsingar um frammistöðu fyrirtækisins hvað varðar grunnstoðir sjálfbærni og samfélagsábyrgðar; umhverfi, samfélag, stjórnhætti, fjárhag og vinnustaðinn sjálfan.

Sýna skal fram fram á það með reglubundinni skýrslugjöf hvernig starfsemi OR styður við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

OR kallar eftir skoðunum hagsmunaaðila á því hvort fyrirtækin í samstæðunni standa undir samfélagslegri ábyrgð sinni og bregst við ábendingum með ábyrgum hætti.

Arðsemisstefna

[Stefna yfirfarin og samþykkt á stjórnarfundi 22.10.2018 og staðfest á eigendafundi 30.11.2018]

Arðsemisstefna Orkuveitu Reykjavíkur (OR) felur í sér að starfsþættir dótturfélaga skili viðunandi arðsemi. Þetta felur í sér að skilgreind eru arðsemismarkmið og vikmörk á ásættanlegri arðsemi starfsþátta að teknu tilliti til undirliggjandi áhættu. Arðsemismarkmiðin og vikmörk tilgreindra starfsþátta gefa þannig til kynna hvort arðsemi sé of lág, viðunandi eða of há. Sé arðsemi utan viðmiðunarmarka skal grípa til mótverkandi aðgerða sbr. að neðan:

  • Óviðundandi arðsemi: ef arðsemi er undir neðri mörkum þarf mögulega að hækka gjaldskrá og hagræða í rekstri. Ekki er heimilt að greiða út arð við þessar aðstæður.
  • Viðunandi arðsemi: ef arðsemi er innan skilgreindra marka skal rekstri hagað þannig, m.t.t. rekstrarútgjalda og gjaldskrá, að arðsemi fari ekki út fyrir viðmiðunarmörk. Mögulegt rými er til staðar fyrir arðgreiðslur til eigenda að uppfylltum arðgreiðsluskilyrðum, sjá nánar arðgreiðslustefnu.
  • Arðsemi umfram kröfu: ef arðsemi er yfir efri mörk skal kanna hvort ástæður séu til gjaldskrárlækkana og/eða arðgreiðslna að uppfylltum arðgreiðsluskilyrðum, sjá nánar arðgreiðslustefnu.

Stjórn samþykkir nánari útfærslu arðsemismarkmiða og viðmiðunarmarka fyrir hvern miðil/fyrirtæki.

Arðsemisstefna OR er ákvörðuð til samræmis við eigendastefnu OR.