Gæðastefna

Gæðastefna

Orkuveita Reykjavíkur skuldbindur sig til að fara að kröfum og ástunda fagleg vinnubrögð til að tryggja öruggt aðgengi viðskiptavina að rafmagni, heitu og köldu vatni og fráveitu með skilgreindum gæðum.

Orkuveitan gerir viðskiptavininn ánægðari með því að:

  • Ástunda hagkvæman rekstur.
  • Standa við gefin loforð, sýna frumkvæði og upplýsa um framvindu mála.
  • Bregðast hratt við þjónustubresti eða neyðarástandi.
  • Mæla reglulega gæði þjónustu og kostnað í rekstri.
  • Skapa farveg fyrir umbætur í öllum þáttum starfseminnar.
  • Leggja áherslu á símenntun, fræðslu og gæðavitund.