Ritari stjórnar

Ritari stjórnar

1.       Tilgangur og umfang
Að lýsa hlutverki ritara stjórnar og tilnefningu hans.

2.       Ráðning ritara stjórnar
Stjórn ræður sér ritara úr starfsliði fyrirtækisins. Ritari stjórnar skal hafa þekkingu og yfirsýn yfir lög og reglur sem gilda um fyrirtækið og dótturfélög þess og innri starfsemi þeirra.

2.1     Helstu verkefni ritara stjórnar
Ritari sér um að boða fundi í samráði við stjórnarformann og forstjóra og í samræmi við starfsáætlun stjórnar.
Ritari sér til þess að fundargögn séu gerð aðgengileg stjórnarmönnum tímanlega fyrir stjórnarfundi og að þau séu vistuð með viðeigandi hætti.
Ritari skal rita fundargerð um það sem gerist á stjórnarfundum og um ákvarðanir stjórnar.
Ritari fylgist með að stjórnin starfi í samræmi við lög og reglur sem gilda um fyrirtækið og dótturfélög þess og innri starfsemi þeirra og er ráðgjafi hennar í þeim efnum.
Í þeim tilvikum sem tillaga stjórnar skal hljóta samþykkis eigenda, skal ritari stjórnar sjá til þess að erindið bersit til eigenda og fylgja því eftir.