Gátlisti við ákvarðanatöku

Gátlisti við ákvarðanatöku

1.      Inngangur
Við ákvarðanir sem hafa mikil áhrif á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur er mikilvægt að vanda undirbúning eins og kostur er. Dæmi um það sem kann að þurfa að huga að[1]:
1.1     Núverandi starfsemi og stefnumótun félagsins

 • Samræmist tillagan núvarandi starfsemi og stefnumótun félagsins?
 • Ef ekki:
  • Af hverju er verið að leggja fram þessa tillögu ef hún er ekki þáttur í núverandi starfsemi eða stefnumótun félagsins?
  • Er búið að meta hvaða áhrif / áhættur og tækifæri  það hefur að fara nýjar leiðir?
  • Á stefnumótunin enn við starfsemi félagsins?
  • Er ástæða til að endurmeta stefnumótun félagsins í samræmi við tillöguna?

1.2     Verðmætasköpun

 • Kemur skýrt fram í tillögunni hver fjárhagsleg útkoma eða önnur áhrif eru?
 • Hafa viðeigandi gögn verið lögð fram sem sýna áhrif á rekstur og sjóðsstreymi?
 • Er gert ráð fyrir að uppfæra rekstraráætlun í samræmi við tillöguna?

1.3     Viðskiptavinir

 • Er búið að meta hvaða áhrif ákvörðunin er talin hafa á viðskiptavini?

1.4     Fjárhagsleg atriði

 • Liggur skýrt fyrir hvaða kostnað tillagan hefur í för með sér?
 • Hafa viðeigandi gögn verið lögð fram sem sýna áhrif á rekstur og sjóðsstreymi?
 • Er gert ráð fyrir að uppfæra rekstraráætlun í samræmi við tillöguna?

1.5     Fastafjármunir og starfsfólk

 • Krefst tillagan aukinna fjárfestinga í fastafjármunum?
 • Er nægilegur mannafli og þekking innan félagsins til að framfylgja tillögunni?
 • Hvaða áhrif hefur tillagan á annað, t.d. tölvukerfi og húsnæði?

1.6     Umhverfismál

 • Er tillagan í samræmi við umhverfisstefnu fyrirtækisins?
 • Samræmist tillagan umhverfismælikvörðum?
 • Þarfnast tillagan mats á umhverfisáhrifum?
 • Hefur tillagan verið áhættumetin út frá umhverfissjónarmiðum?
 • Er þörf á viðbragðsáætlun út frá umhverfissjónarmiðum?

1.7     Starfsumhverfið

 • Krefst tillagan opinbers leyfis eða breytinga á gildandi leyfi, t.d. starfsleyfi?
 • Er þörf á vottun vegna tillögunnar?
 • Varðar tillagan samkeppnissjónarmið?
 • Krefst tillagan samþykkis eða tilkynningar til stjórnvalda eða Kauphallar?
 • Varðar tillagan upplýsingar sem bera þarf undir regluvörð?

1.8     Samþykki frá eigendum OR, sbr. eigendastefnu

 • Varðar tillagan óvenjulega eða stefnumarkandi ákvörðun?
 • Eru upphæðir sem um ræðir það háar að krafist er samþykkis frá eigendum OR?
 • Krefst tillagan mats á umhverfisáhrifum?

1.9     Áhættumat

 • Er búið að greina þá áhættu sem tillagan hefur í för með sér?
 • Hafa aðrir möguleikar í stöðunni verið kannaðir?
 • Samræmist tillagan áhættustefnu félagsins?
 • Er ljóst hvort tillagan samræmist lögum, reglugerðum og leiðbeiningum stjórnvalda?
 • Liggur fyrir greining á kostum og göllum við tillöguna?
 • Hvaða afleiðingar hefur það í för með sér að samþykkja ekki tillöguna?

1.10  Ófyrirséðir atburðir

 • Gerir tillagan ráð fyrir ófyrirséðum atburðum?

1.11  Hagsmunaaðilar

 • Hvaða áhrif hefur tillagan á hagsmunaaðila, t.d. hluthafa, starfsfólk, viðskiptavini, birgja, lánardrottna og samfélag?
 • Hvernig verður tillagan kynnt hagsmunaaðilum?
 • Hvernig verður tekið á óánægjuröddum?

1.12  Viðskiptasiðferði

 • Samræmist tillagan gildum félagsins?
 • Hvaða áhrif mun fjölmiðlaumfjöllun um tillöguna hafa á ímynd félagsins og stjórnarmanna persónulega?
 • Er tillagan í samræmi við samfélagslega ábyrgð félagsins?

1.13  Sjálfstæð sérfræðiráðgjöf

 • Er ástæða til að fá álit lögfræðings, annarra sjálfstæðra sérfræðinga, láta fara fram mat eða áreiðanleikakönnun?

1.14  Eftirfylgni og eftirlit

 • Hver mun bera ábyrgð á framkvæmd tillögunnar?
 • Mun stjórn fá reglulega skýrslu um framvindu mála?
 • Hvernig á að fylgjast með og mæla þá verðmætasköpun sem tillagan á að hafa í för með sér?
 • Er þörf á að endurmeta framkvæmdina og þá hvenær?

[1] Stuðst er við rit KMPG Handbók stjórnarmanna. 2. útgáfa.

Rétt er að hafa í huga að ekki eiga allir punktar við í öllum tilvikum.