Stjórn

Stjórn

Kjöri núverandi stjórnar OR var lýst á aðalfundi 3. apríl 2017. Formaður stjórnar er Brynhildur Davíðsdóttir og Gylfi Magnússon er varaformaður. Aðrir fulltrúar eru Sigríður Rut Júlíusdóttir, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og Rakel Óskarsdóttir. Björn Bjarki Þorsteinsson er áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar.

Brynhildur Davíðsdóttir, formaður stjórnar OR
Þessi eru varamenn: Auður Hermannsdóttir, Margrét Björnsdóttir, Páll Gestsson, Marta Guðjónsdóttir, Halldór Halldórsson og Ólafur Adolfsson. Varaáheyrnarfulltrúi er Ragnar Frank Kristjánsson.
 

PDF iconStarfsreglur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
 

Tvær nefndir starfa á vegum stjórnar OR:

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfar fyrir Reykjavíkurborg og þar með talið dótturfyrirtæki hennar. Endurskoðunarnefndina skipa  Ólafur B. Kristinsson löggiltur endurskoðandi, sem er formaður, Ingvar Garðarsson löggiltur endurskoðandi, Inga Björg Hjaltadóttir lögmaður og  Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur sem tilnefnd er af stjórn OR. Nánari upplýsingar um störf endurskoðunarnefndar má finna á heimasíðu Reykjavíkurborgar.

Framkvæmdastjóri innri endurskoðunar OR er Guðmundur I. Bergþórsson. Guðmundur er með BS próf í hagfræði, MS próf í viðskiptafræði og MS próf í heilsuhagfræði frá Háskóla Íslands. Hann er enn fremur með viðurkenningar frá Alþjóðasamtökum innri endurskoðenda sem innri endurskoðandi (Certified Internal Auditor) með áherslu á innri endurskoðun stjórnkerfa í áhættustýringu (Certification in Risk Management Assurance) og hefur lokið þjálfun sem stjórnandi í endurskoðun stjórnkerfis upplýsingaöryggis (ISO/IEC 27001 Lead Auditor) frá breska staðlaráðinu. Guðmundur starfaði sem hagfræðingur, sviðsstjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri á Landspítalanum frá 1999 til ársins 2006 en þá hóf hann störf sem innri endurskoðandi OR.

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd var sett á fót í janúar 2013. Hún er sett á fót í samræmi við áskilnað í Eigendastefnu OR að fyrirtækið móti sér starfskjarastefnu. Nefndina skipa stjórnarmennirnir Sigríður Rut Júlíusdóttir og Kjartan Magnússon auk Ástu Bjarnadóttur, doktors í vinnu- og skipulagssálfræði.